Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 70

Birtingur - 01.06.1959, Qupperneq 70
— Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort það er rangt eða rétt. En pað er rigning og það skiptir máli. Það var líka þröng í kaffihúsunum í miðbænum. Þau gengu milli þeirra, gegnblaut og köld. Þau ætluðu í bíó en þrátt fyrir rigninguna höfðu safnast þar iangar halarófur fólks með dagblöð eða möppur á höfðinu. Utaná aðgöngumiðasölu leikhússins hékk spjald um að það væri uppselt. — Við getum fengið okkur hádegismat einhvers staðar, sagði Agnieska. — Því miður á ég engan pening. En þú? — Ekki heldur. Styrkurinn minn fyrir mánuðinn fór í það að leita að Grzegorz. — Það er enn eitt, við getum farið í kirkju, stakk Pietrek uppá. — Það er ókeypis og þar er nóg pláss. Fólk er enn að biðja í ákafa. Ég held það sé samband þarna á milli. Meira en Drottinn sjálfur mundi óska sér. — Hvert eigum við að fara, Pietrek? spurði hún uppgefin. — Ég veit það ekki. Það er ekki pláss á jörðinni fyrir ástfangið fólk. Þau stóðu hvort gagnvart öðru einhvers staðar í regnvotri borginni. Vatnið lak af þeim. Regnið streymdi látlaust niður í bylgjum, lamið af vindinum. Bílarnir skvettu á þau þegar þeir óku hjá og vegfar- endur stjökuðu við þeim. Frá stórum hátalara barst kvenrödd og skar sig í gegn. — Segðu ekki þetta, sagði hún angistarfull. — Ég las einhvers staðar að sterkasta dulvitaða þrá mannsins væri að verða þræll, sagði Pietrek — og ég fer að trúa því. Ég stend sjálfan mig að því að óska mér aftur þangað. Að hugsa ekki, að hafa ekki áhyggjur af neinu. Það er ekki þess virði að lifa þegar skilti með áletr- uninni „Aðgangur bannaður“ er við hvern einasta stað á jörðinni. Ég óska mér þess eins að fá dóm. Lagabókstafurinn og árafjöldinn gildir einu. Hann tók um hönd hennar — Ég fer aftur í fangelsið, heyrirðu það? Ég geri eitthvað svo þeir dæmi mig til margra ára! Ég fer þangað aftur, og búið! Þá losna ég við að ráfa um stefnulaust, enginn verður til að reka mann stað úr stað.... — Komdu, sagði hún. Hún tók í hönd hans og dró hann með sér hálfnauðugan. Þau fóru inn í rústir; hún fór að hlaupa og sleppti ekki hendi hans. Þau hnutu um múrsteina og gjótur, risu á fætur og hlupu áfram. Loks datt hún á jörðina milli niðursuðudósa, flöskumulnings og leirbrota. Hún dró 66 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.