Birtingur - 01.06.1959, Side 71

Birtingur - 01.06.1959, Side 71
hann með sér: hann datt yfir hana. Hún þreif í hár hans af öllu afli og dró höfuð hans niður að brjósti sér. Með hægri hendi losaði hún buxnastreng hans. — Við skulum binda endi á þetta allt, heyrirðu það? æpti hún í eyra honum. — 1 guðanna bænum ekki hugsa þig um. Trúðu mér, það er alveg sama. Manneskjan er ekkert betri en dýr. Maður á ekki að irnynda sér það takist öðru vísi. Það tekst ekki neitt. Það eina sem tekst er að binda endi á kvölina. Hugsaðu ekki um hvað á eftir kemur, heyrirðu það! Komdu. Þú mátt ekki fara! — Farðu! öskraði hann — farðu eða ég drep þig! — Dreptu mig, bað hún — dreptu mig bara, en ekki fyrr en á eftir. Þegar það er búið getum við ekki litið hvort framan í annað. Og við fáum frið. Loksins frið. Löngunin hverfur. Ástin hverfur. Sunnudag- urinn verður ekki til. Við losnum við fangelsistalið í sjálfum þér. Við förum hvort sína leið. Skiptir það svo miklu máli? Nei, farðu ekki; ég sleppi þér ekki. Svona. Eftirá gleymum við hvort öðru. Og það skilur ekkert eftir. En komdu nú. .. . Hann reif sig lausan og hörfaði snöggt. Nokkrir múrsteinar losnuðu og ultu skröltandi út í myrkrið. Andartak stóð hann yfir henni með höndina reidda til höggs. — Agnieska, stamaði hann hás — Agnieska. 3vo hljóp hann burtu; steinar og mylsna hrundu undan honum. Hún lá kyrr, vatnið streymdi yfir hár hennar og bera útlimi. Þegar hún kom skömmu síðar út á götuna var Pietrek á bak og burt. I undirgang- inum hafði hópur af fólki leitað skjóls fyrir rigningunni; öðru hvoru stakk það höfðinu út og leit upp í blýgráan himininn. Ungur maður tautaði í sífellu: ,,Og djöfullinn, og djöfullinn“ .... Þetta stafar allt frá þessum sprengingum, sagði einhver. — Allt frá þessum sprenging- um. Ef þeir væru ekki að sprengja þetta yrði veðrið öðru vísi. Veröldin var þrungin vatni, maður hafði á tilfinningunni að allt væri í þann veginn að leysast upp. Pegar hún kom heim stóð faðir hennar við gluggann — eins og urn morguninn. Grzegorz var í eldhúsinu. Agnieska fór úr kápunni og sett- íst á dívaninn. Móðir hennar lá með hálflokuð augu. — Það verður ekkert úr veiðitúrnum mínum, sagði faðirinn. — Er kanske hægt að fara í svona veðri? Guð minn góður...........Ég fékk lánuð fimmtíu zloty hjá Lipinski til að kaupa línu, og svo verður ekkert úr því.... Og allt í einu sá hún andlit hans fast hjá sér afskræmt af reiði. Hún hrökk til baka þegar hann hreyfði sig eins og hann ætlaði að grípa fyrir kverkar henni. — Hefði það ekki verið þín vegna, sagði hann brostinni röddu — Birtingur 67

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.