Birtingur - 01.06.1959, Síða 72

Birtingur - 01.06.1959, Síða 72
hefðí það ekki verið vegna þessa drykkjurúts þarna frammi í eld- húsinu þá hefði maður getað lifað eins og manneskja. í dag, á sunnu- degi hefði ég getað fengið mér stelpu eða drukkið mig fullan. Og svo kemur þessi rigning óforvarandis og eyðileggur allt fyrir manni. Ég verð að hírast heima og líta eftir móður ykkar. Ég kemst ekki í veiði- túrinn, og á morgun stend ég í yfirfullum sporvagni.... Skyndilega stökk hann að dívaninum þar sem móðir hennar lá. — Upp með þig, kerling, hrópaði hann. — Farðu á lappir, drepstu, gerðu hvað þér sýnist, en í guðanna bænum láttu eitthvað breytast. Agnieska stóð aftur á götunni. Ungur náungi spurði: „Má ég bjóða yður regnhlífina?“ Dimm skýin héngu lágt; rétt yfir húsþökunum. X — Hvaðan þekkið þér Elzbietu? spurði maðurinn. — Við vorum saman í skóla, svaraði Agnieska. — Já, við erum meir að segja samstúdentar. Hún hætti svo við námið eftir tvö ár. Síðan hef ég ekki séð hana. — Og svo hafið þið hitst aftur í dag? spurði hann. Hann rétti sígar- ettupakka að Agniesku; hún var orðin kennd og náði ekki taki á sígarettunni. Maðurinn brosti. Hann tók sígarettu og stakk upp í hana. Hendur hans voru sterklegar, sólbrenndar og handabökin þakin svörtu hári. — Já, í dag, sagði Agnieska. — Ég stóð í undirgangi og beið af mér skúr. Hún rakst þangað líka af tilviljun. Hrífandi, er það ekki? Ein- hvern tíma gekk dægurlag: ,,Óveðrið“. Munið þér eftir því? Hann hneigði höfuðið. Hann var með svart, gljáalaust hár og nýklippt- ur. Það féll lokkur niður á ennið. — Nei, sagði hann eftir stundarþögn — getið þér ekki sungið það fyrir mig? Kanske rifjast það upp fyrir mér. — Hérna? Á knæpunni? Hann kom nær henni. Hún fann andardrátt hans á hálsi sér, heitan, þrunginn víni og tóbaki. — Við getum farið eitthvað annað, sagði hann. — Það er að segja: frá einni knæpu til annarar? — Ég sagði það ekki. — Það var synd. Annars er rigning. — Við reynum að særa himininn. — Synd ég skyldi ekki kynnast yður fyrr. — Þvíþá ? — Þá hefði ég beðið yður að gera það í morgun. — Og núna? 68 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.