Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 11
Álsír sem orðið hefur að flýja land til þess að vera ekki drepið vegna þess að það hefur kvisazt að það væri „liberal“. Ætli þeim þyki það sem hafa ekki kom- izt úr landi og bíða þess að dauðadómur- inn verði framkvæmdur, dauðadómur fyr- ir að hafa ekki greitt sitt gjald til OAS. Kennurum sem eiga von á því að vera skotnir fyrir augum nemenda sinna fyrir að kenna áfram lögboðið námsefni. Á hvað skyldu aðferðir þeirrar hreyfingar til að ná valdi yfir múgnum minna mann sem þekkir söguna frá þeim árum þegar nasistar komust til valda í Þýzkalandi? Þessar aðferðir sem hafa með skipulegri útbreiðslu óttans lamað allan viðnáms- þrótt borgaranna og yfirvaldanna á þess- um slóðum svo að í dag þegar þessi hreyfing gefur út fyrirmæli sin fylgir Evrópumúgurinn í borgunum í Alsír þeim út í æsar, þeir sem ekki gera það, af þeim segir aldrei meir. Hvað skyldi valda því að alþýða Parísar safnazt í fylkingar og hættir á misþyrm- ingar og jafnvel að hljóta bana af kylfum og öðrum vopnum lögreglunnar, berst við lögregluna klukkustundum saman á göt- unum. Hvað skyldi það vera sem knýr gróna krata til að ganga með kommúnist- um undir hinar blóðugu kylfur, og hætta á að fá hina prýðilegu stígvélaskó í höf- uðið á eftir kylfunni. Varla ótti við fas- isma. Ha? Það er ekki mjög langt síðan De Gaulle hélt ræðu og sagði á þesa leið: OAS, hvað er það? Ég kannast bara ekkert við það. Það er einsog maður væri að lesa í bók ameríska blaðamannsins William Shirer ( U p p g a n g u r o g h r u n Þ r i ð j a r í k - isins) um afstöðu hinna miklu stjórn- málamanna Weimarlýðveldisins: Nas- istar, hvað ætli þeir séu? Þessi Hitler, við erum nú ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis peyja. Það hefði margur gott af því að lesa þá bók. Og spyrja svo sjálfan sig: skyldi vera nokkur hætta? II I París stendur mikil menningarhöll sem nefnist Palais de Chaillot. Þar mun vera stærsti leikhússalur Evrópu, þar starfar Franska Alþýðlega Þjóðleikhúsið, Théatre Nazionale Populaire undir stjórn Jean Vilar sem mun vera einhver ágætasti leikhúsmaður álfunnar í dag, skarpgáfað- ur hugsjónamaður sem hefur leitazt við að koma fram erindum sínum við alþýðu manna án þess að slaka á hinum ströng- ustu kröfum listar. Síðastliðið haust sá ég leikrit eftir Bert- old Brecht í þessu húsi sem nefnist: V a 1 d a t a k a A r t u r o U i s e m m á 11 i k o m a í v e g f y r i r. Þar segir af glæpa- mönnum í Chicago og fólsku þeirra und- ir forustu erkibófans Arturo Ui. Reynd- ar er verið að segja þarna af valdatöku nasista í Þýzkalandi: og Arturo Ui er Hitler; með hinn klumbufætta Gobbola sem skugga sinn, .öðru nafni Göbbels. Milli leikþáttanna er varpað á tjaldið texta sem rekur hliðstæða atburði úr valdatökusögunni frá Þýzkalandi og minn- ir á sambandið við háttalag chicagósku glæpamannanna sem er sýnt á sviðinu. Þegar leikflokkur Brechts Berliner E n s e m b 1 e sýndi þennan leik var Ar- turo Ui búinn gervi Hitlers og nasista- Birtingur 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.