Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 33
einurð í vitfirrtri leit sinni að „hreinleik-
anum“ og féllu þannig í vonlausa sjálf-
heldu fagurkerastefnunnar (esteticismo),
list listarinnar vegna (ars gratia artis)
... Pereat mundus, fiat ars.
Aðeins tvær þessara stefna skildu eftir
sig lifandi kveðskap á Spáni. Þær voru
Ultraisminn (ultraísmo), sem lifði aðeins
1919 til 1923, og Surrealisminn (super-
realismo), sem var langlífari; ferill hans
hófst 1923—1925, hann náði hámarki
sínu 1928, hvarf af sjónarsviði 1930 fyrir
gagnsókn andbyltingastefnanna, en birt-
ist aftur í nýjum þríþættum búningi
1935 og er enn við lýði, þó stjarna hans
sé ef til vill aðeins farin að lækka.
Ultraisminn (E1 Ultraismo)
í dýflissu skáldsins
eru veggirnir eins og sáld.
Dýflissa eða búr, Guð hlustar
en opnar aldrei dyrnar.
Kaðalstigar, sálmar,
þjalir, bænir, bölbænir
sem þið skilduð eftir handa okkur, gömlu
fangar,
eru okkar andlegu spor.
í dag þegar flugvélarnar
hafa sungið yfir svölum okkar
ofan úr símjúkum greinum loftsins
og sólin — hin gamla spík
himinsins andspænis reikandi dögum —
er eins,
höfum við gert okkur gogga úr stáli
til að særast ekki á rimlunum.
(Juan Rivas Panedas: La cárcel del poeta . . .)
Hinn 19. febrúar 1919 birtist í Madrid-
blöðunum grein með fyrirsögninni: „UL-
TRA, stefnulýsing, til handa bókmennta-
elskandi æsku” (ULTRA, manifiesto a Ía
juventud literaria). Þó er í stefnuskrá
þessari frekar lýst yfir stefnuleysi með
orðurn eins og þessum: „Bókmenntir okk-
ar verða að endurnýjast, sækja stöðugt
fram, en undir okkar fánum rúmast allar
stefnur undantekningarlaust, svo
framarlega sem þær túlki nýja viðleitni.
Seinna munu allar þessar stefnur öðlast
karna og útskýra sig sjálfar."
Þar með opnaðist flóðgáttin, ráðizt var
gegn öllu, gegn öllum skáldum, e. t. v. að
J. R. Jiménez einum undanskildum. Ultra-
isminn greip alla, eins og faraldur eð'a
öllu heldur umturnaði öllu, braut allt, fór
eins og jarðskjálfti um byggð. Ultraism-
inn var . . . „loftræsari sem trylltist í loft-
lausu andrúmslofti" . .. „að segja allt
það, sem ekki má“ .. . „hin ævarandi
æska hins andlega“ . . . „lestin, sem brun-
ar í sífellu: maður á að stíga inn eða út
á meðan hún er á ferð“ . . . „froskurinn
loðni“ . . . o. s. frv., samkvæmt skilgrein-
ingu sinna eigin dýrkenda.
1 heild var ultraisminn aðeins ný leit,
djörf leit að nýjum gæðum; til þess gerði
hann uppreisn gegn hefðbundnum venj-
um, og hann miðaði að tvennu eftirsókn-
arverðu: hreinni ljóðlist (poesía pura) og
nýjum táknleiðum. Hann drap niður
mærðina og væmnina í postmodernistun-
um. Umburðarlyndi ultraismans leiddi í
ljós nýja möguleika, áhugi hans var sí-
fágun, síendurnýjun. En hann hafði einn-
ig augljósa galla: hann skorti bjartsýn-
ina; hann óraði aðeins fyrir mörgu, sem
hann gat aldrei náð; hann skorti ljóðræna
hæfileika, lýrisku gleðina, ró hins full-
komna forms, samræmi efnis og hrynj-
Birtingur 31