Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 63

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 63
um sjötta hluta þessa upplags; og seig þá heldur brúnin á Ólafi vini mínum og afgreiðslumanni Jónssyni, sem meðal ann- arra orða er að kafna í lagernum sínum. En ekki nóg með það. Þegar bóksalar fóru að telja saman bækur sínar um áramótin, þá kom á daginn að þeir sátu uppi með mikinn meiri hluta þessa sjöttungs óseld- an. Hafði bókin dáið svo rækilega í búð- unum hjá þeim, að þeir endursendu flestir öll óseldu eintökin — töldu óþarft að hafa slíka vöru á boðstólum. Eftir því sem ég veit bezt, liggja um fjórtán fimmtándu hlutar af upplagi Foi’setabókarinnar ó- seldir í birgðaskemmum menntamálaráðs. Af þessum eina fimmtánda parti keypti forsetaskrifstofan sjálf dálítinn slurk; og vona ég hún hafi fengið þann afslátt, sem hana langaði til. Ég endurtek: ennþá einu sinni þekkti íslenzka þjóðin ekki sinn vitj unartíma. Er svona fólki yfirleitt við bjargandi? Menntamálaráð hafði í hyggju að græða stórlega á Forsetabókinni; mér skildist í haust, að hún ætti að verða mesta sölu- bók ársins — eins og maklegt hefði verið. En þessar ráðagerðir hafa altso farið út um þúfur; ráðið situr uppi með stórfellt fjárhagslegt tap. En hér er þó mikil bót í máli, að mínu viti. Ég álít nefnilega, að það eigi ekki að græða á merkilegum bókum. Menningarafrek, hvert sem það er, verður jafnvel þeim mun ljósara og ótvíræðara sem það gefur minni pening í aðra hönd. Útgáfa Forsetabókarinnar er eitt þeirra stórvirkja, sem bera laun sín í sjálfum sér; og það væri þarflaus til- ætlunarsemi að heimta fyrir það önnur laun að auki. Mergurinn málsins er ekki sá að hafa upp úr menningunni, heldur hinn: að kosta miklu til hennar. Mér sýn- ist hallinn á Forsetabókinni vera ein þeirra sælu fórna, sem öðru hverju þarf að færa til að menning standi og þjóðlíf blómstri. Og útgáfa hennar er ljóst dæmi þess, hvernig ber að verja þeim ríkisstyrk sem gat í upphafi þessa máls. Vitaskuld á að nota ríkisstyrk til að heiðra ríkið og höfðingja þess. Fyrir nokkrum árum gaf menntamála- ráð út myndabók, sem kallast Hestabók- in. Nú kom Forsetabókin; og hefur ráðið augljóslega fitjað hér upp á nýjum bóka- flokki. Ég er strax farinn að hlakka til Hænsnabókarinnar. Bjarni Benediktsson. Birtingur 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.