Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 48
hvers staðar að snemma hafi illmenni, óþokkar og mannhundar valizt til and- stöðu við sig, einkum feitlagnir og hvap- holda, en hinir betri menn og vitrari ver- ið sér hliðhollir. Slíkum manni ætti ekki að vera vandlifað, en nú gerist hins veg- ar sú furða að flestallir Islendingar skipa sér í hinn fyrri flokkinn, og kárnar þá leikurinn að vonum og verður ljótur með köflum. öðru veifi ræðir Kristmann þó jafnan um náttúrudýrð Islands og heim- þrá sína, en þó einkum þá hina römmu rún er knýr hann heim að glíma við „örlaga- skuld“ sína. Þennan sálarklofning er Kristmanni reyndar ofraun að gera les- anda skiljanlegan, hvað þá trúlegan, og sætir ekki furðu. Og öll þessi historía virðist nánast viðfangsefni sálfræðingi, og skal hún ekki rædd hér þótt trúlega birtist þar réttum skilningi allgóður lyk- ill að „lífsgátu“ höfundar. Þó er ein hlið þessa máls sem vert er að gefa gaum með því að þar birtist menn- ingarsýn sem fleiri munu aðhyllast en Kristmann. Honum verður allsnemma ljóst að gengisleysi sitt hérlendis stafi af engu öðru en skipulagðri pólitískri of- sókn, og eru þar „rauðliðar“ að verki eins og vænta mátti. Bezt birtist þessi uJ skilningur í orðræðum Kristmanns við ónafngreindan mann íslenzkan, „félaga N. N.“, í Kaupmannahöfn. Þegar Krist- mann vill ekki kaupa við félagann og ganga í lið með „hinum illu öflum í til- verunni" birtir sá honum spásögn um framtíðina og er sýnu ómyrkari í máli en völvan forðum í Búdapest: „Það er alveg vonlaust fyrir nokkurn rithöfund að ætla sér að verða heimskunnur án hlutleysis okkar að minnsta kosti. Við höfum senn hvað líður skipulagt allan heiminn, þann- ig að ekki er hægt að komast undan okk- ur ... Það er lögð sérstök áherzla á Is- land . . . á íslandi ertu gjörsamlega ofur- seldur okkur, þar getur ekkert bjargað þér ef við erum á móti þér.“ í sem stytztu máli: á Islandi er allt menningar- líf og yfirleitt allt almenningsálit „skipu- lagt“ af kommúnistum, jafnvel borgara- stétt og íhald er gegnsýrt áhrifum þeirra og lýtur þeirra stjórn og þar með blaða- kostur landsins, útvarp og menntastofn- anir. Alls ekkert virðist standa upp úr þessu rauðahafi nema rétt einstöku „skel- eggur baráttumaður“, en slíkum er ekki lengi verið að koma á kné með skipu- lagðri ofsókn og rógi. Hér skal ekki rætt um menningarstefnu kommúnista eða baráttuaðferðir, en varla eru klókindi þeirra ýkja háskaleg ef þeir telja Kristmann Guðmundsson sér slíkan höfuðóvin sem hann vill vera láta. En hitt er augljóst að það er auðveldur leik- ur manni sem ekki telur sig hljóta hæfi- legan framgang og viðurkenningu að kenna mótlæti sitt ofsóknum, — og auð- vitað er hver sá sem hreyfir gagnrýni við verkum Kristmanns skálds og sálufé- laga hans í rauðliðaógninni þar með orð- inn andskoti íslenzkrar menningar, rauð- liði, laumukommi, nytsamur sakleysingi ef ekki eitthvað þaðan af verra. (Þetta hefur birzt allvel í ýmsum blaðaskrifum um Kristmann, svo sem nýlegri blaða- deilu út af ,,frægð“ hans.) Svona geðveiki kann að vera meinlítil meðan hennar gæt- ir ekki nema hjá einstökum mönnum, en þegar tekið er að klifa á henni opinber- 46 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.