Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 31
José Antonio
F. Romero
Yfii’lit um
spanska ljóðagerð
20. aldar
„Isma“-æðið (Los
Ismos: 1920—1950)
Síðari grein
. . . Og hann (Jesús) spurSi hann (sem hald
inn var óhreinum anda): Hvað heitir þú? Og
hann segir við liann: Hersing heiti ég; því að
vér erum margir. Og hann bað hann mikil-
lega að senda þá ekki burt úr byggðinni.
(Markús V, 9.—10.)
Fyrstu þrjá áratugi 20. aldar fór bylt-
ingar- og nýjungaandinn eins og eldur
um sinu um gjörvöll vesturlöndin. Fram-
lína skálda og listamanna í Vesturálfu
var á sífelldri hreyfingu; markarlínur
listastefnanna urðu afmáðar, herferð var
farin gegn öllu „gömlu“: forminu, efn-
inu, manninum ... já, jafnvel vitinu —
ekki aðeins rökfræðinni, sem var löngu
dæmd — og sjálfri listinni. Meiri hluti
listarinnar tortímdi sjálfri sér (Duchamp,
Malewitsch). Stefnurnar tóku liver við af
annarri ... og urðu næstum allar skamm-
lífar. Nú á öndverðum 7. áratuginum lifir
það, sem ekki dó með öllu af hinni svo-
kölluðu „nútíma“-list í þrem aðalumdæm-
um listarinnar: starfrænni byggingalist
(arquitectura funcional), óháðri myndlist
(pintura y escultura abstracta, absoluta
o concreta) og surrealismanum (supei’-
realismo).
Flestar stefnur fóru þó veg allrar verald-
ar, en allar þessar gerðu vart við sig að
meira eða minna leyti í spanskri ljóða-
gerð fyrir 1927: Futurismo, Dadaísmo.
Cubismo, Impresionismo, Ultraísmo, Su-
perrealismo.
Brautryðjendur nýja andans í ljóðagerð
mega teljast Bandaríkjamaðurinn Walt
Whitman, Italinn Marinetti (höfundur
„futurismans", 1909), Frakkinn Apollin-
aire (höfundur „imaginismans"), og Chi-
li-búinn Vicente Huidobro, sem var meðal
Gullöldin
nýja
Birtíngur 29