Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 43
Ólafur Jónsson
Á hlífðarkápu Logans hvita, þriðja bindis
ævisögu sinnar, tjáir Kristmann Guð-
mundsson góðfúsum lesendum að „á þess-
ar bækur hef ég skráð sögu ævi minnar,
en hvorki annála né vísindalega sagn-
fræði“. Þessi yfirlýsing er góð og gild,
og mun ég enda ekki fást um hversdags-
legt „sannleiksgildi" ævisögu Kristmanns
í þessu greinarkorni. Á hitt er að líta
hver listræn skil hann gerir lífi sínu, hver
skilningur lesanda opnast hér á mannin-
um og höfundinum Kristmanni Guð-
mundssyni og verkum hans. Þótt sögunni
sé enn ólokið, og enn megi vænta fram-
halds að jólum, hefur Kristmann nú sagt
af forvitnilegasta hluta ævi sinnar; eftir
þrjú bindi virðist stefna verksins full-
mótuð og á það kominn nokkur heildar-
svipur.
Staða og áhrif þeirra íslenzkra höfunda
sem rita bækur sínar á erlendum málum
er forvitnilegt athugunarefni, eitt af
mörgum sem of lítill gaumur hefur verið
gefinn. Þrátt fyrir góða sigra erlendis
hefur gengi þeirra einatt verið misjafnt
heima fyrir, bækur þeirra sumar ekki
komið á íslenzku fyrr en eftir dúk og
disk og þá stundum í misjöfnum þýðing-
um; og misjafnlega hefur þeim tekizt
heimkomnum að gerast rithöfundar á ís-
lenzku. Hvað sem þessu líður er þáttur
þessara höfunda merkilegur í íslenzkri
bókmenntasögu tuttugustu aldar og verð-
ur væntanlega einhvern tíma gerð þau
skil sem hæfa. Ferill Kristmanns Guð-
mundssonar er ekki sízt athyglisverður.
Hann brýzt ungur að heiman úr örbirgð
og sjúkdómsbasli, tekst á fáum árum að
ná góðum tökum á norsku ritmáli og er
Um
Kristmann
og sögu
skálds
Birtingur 41