Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 7
reka eigi endahnútinn á þennan óláns- feril með því að leyfa erlendum fjár- magnseigendum að ausa af nægtabrunni íslenzki'a auðlinda og ávaxta fé sitt í kaupum á íslenzku vinnuafli við ánauðar- gjaldi, fullkomna síðan miskunnarverkið með endanlegu afsali sjálfstæðisins: inn- limun lands vors í stórríki erlendra fjár- málafursta. Ætla mætti að íslenzkum valdamönnum væru árin 1262 og 1662 ærin viðvörin. En stundum getur manni sýnzt sem sagan velji þjóðum og þjóðaleiðtogum daga og ár til giftu eða ógæfu eftir því til hvorr- ar áttar krókurinn beygist. Sú hætta vof- ir raunverlega yfir, að þegar á þessu ári — 1962 — gerist þau geigvænlegu ótíð- indi fyrir taumlausa fégræðgi íslenzku yfirstéttarinnar og dáðleysi forvígis- manna hennar, að ísland hrapi niður á stig liersetinnar hálfnýlendu, að íslenzka þjóðin verði ofurseld gróðahyggju óper- sónulegrar erlendrar peningaófreskju, sem ætti með innlendum auðbræðrum sín- um sameiginlegan hag af að halda þjóð vorri í úlfakreppu efnalegs og stjórnar- farsiegs ósjálfstæðis. Við horfumst í augu við þennan háska, en gerum okkur jafnframt ljóst, að það er á færi okkar, fólksins í landinu, að gera sjö alda afmælisár Gamla sáttmáia og þriggja alda afmæli einvaldshylling- arinnar í Kópavogi að sigurári íslenzkrar frelsisbaráttu, ef við berjumst hvert og eitt og öll saman af þeim eldmóði sem málstað okkar hæfir- íslandi ríður nú sem aldrei fyrr á því að eiga eldhuga, sem skynja mátt sinn til mikilla og góðra verka: vökula fórnfúsa menn, sem í öllu sínu starfi láta stjórnast af trúnaði við baráttu feðranna og eru upptendraðir af háleitri hugsjón um algjörlega fullvalda íslenzka þjóð, sem býr ein að landi sínu, hlúir að því og lifir af gæðum þess ríku menningarlífi fyrir eigin fórnir, ástundar vinsamleg skipti við allar þjóðir, en engri þeirra háð. Formælendur valdstefnunnar hérlendis telja þetta óraunhæft stefnumið. Hin raunhæfa leið lands vors er að þeirra áliti: að ísland leiki peðshlutverk í drep- skák, sem helsprengjunni er ætlað að út- kljá, ef allt um þrýtur. Svörum þvættingi þessara óvita fullum hálsi: við kjósum fremur 1 í f , hversu óraunhæft þing sem ykkur kann að virðast það, en d a u ð a , þótt við efumst sízt um raunhæfi hans. Og hugleiða mættuð þið, herrar góðir, að Hitler kallaði hernaðarbrjálsemi sína „raunhæfa stjórnarstefnu“. Vel er .okkur Ijóst, að „hinn andinn“ tel- ur göngur okkar og undirskriftir tilkomu- lítið framlag til íslenzkrar utanríkisstefnu í samanburði við það, er íslenzkir ráð- herrar ganga með lafandi kjólstél á fund erlendra fyrirmanna til þess að undir- skrifa í okkar nafni og niðja okkar skuld- bindingaskjöl, sem fela sum í sér afsal íslenzkra lands- eða landhelgisréttinda, en eru önnur þess eðlis, að þau geta kallað hinar verstu hörmungar yfir þjóðina alla. En hitt er okkur jafnljóst, að þegar við undirritum eitt eftir eitt, hundrað eftir hundrað, þúsund eftir þúsund óbrotna viljayfirlýsingu, sem meginmáli skiptir fyrir hvern alinn og óborinn íslenzkan mann, þá erum við að þjappa okkur sam- an, brýna mannslund okkar, styrkja hvert Birtingur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.