Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 26
baðað sig í hálfan annan mánuð. En einn daginn fengu tveir þeirra eitthvert hrein- lætisæði og þvoðu sér hátt og lágt. Kom þá fylgdarmaðurinn hlaupandi og sagði Lhote, að tveir af félögunum hefðu brjál- azt. „Nú, hvað kom fyrir?“ „Þeir eru að þvo sér!“ Á öðrum stað segir Lhote, að vatnsból þeirra hafi ekki verið annað en grugg- ugir pollar, fullir af lirfum og skorkvik- indum og ef til vill eitthvað af úlfalda- taði. En innfæddur piltur, sem sá um vatnsburðinn, var svo hugkvæmdasamur að sía vatnið í gegnum húfu sín. Að vísu þurrkaði hann af sér svitann með henni og snýtti sér á henni í viðlögum. ,,En maður má ekki vera of tiltektasamur í eyðimörkinni Sahara," bætti Lhote við. Þetta fólk virðist vera mun menningar- snauðara en fyrirrennarar þess, sem listavei’kin sköpuðu, og ekki kunni það að meta þessi iistaverk á nokkurn hátt, held- ur fannst því Evrópumennirnir vera eitt- hvað bilaðir í kollinum, að vera að elta þetta uppi og bjástra við að gera eftir- myndir af því. Fylgdarmaðurinn — Sja- barín hét hann — var þó afar naskur að hafa upp á nýjum og nýjum myndum, enda allra manna kunnugastur þarna í fjöllunum. Þeir eru þó ekki einir um að lítilsmeta verk fyrirrennaranna, því víða eru nýjar myndir málaðar yfir eða ofan í gamlar með fullkomnu virðingarleysi fyrir því sem eldra er. Ég veit ekki hvort það er til nokkurs að lýsa myndunum nánar, en læt mér yægja að vísa til þeirra fáu mynda, sem hér eru birtar. Þó vil ég taka það fram, að myndirnar eru hvergi nærri allar strang- lega „natúralistískar“ eins og kallað er. Hvergi er þó um beina afskræmingu að ræða svipaða þeirri, er við kynntumst í nútímalist fyrir 20—30 árum. Aftur á móti er stundum teygt svo úr útlimunum, að handleggirnir verða lengri en líkam- inn og á öðrum myndum eru fótleggirnir eins og geysilangar spírur. Enginn skyldi þó ætla að þetta sé gert af vankunnáttu, eða af því að listamennimir hefðu ekki getað gert það eðlilegra, heldur er það visst listrænt viðhorf eða stíll, sem út- heimtir það. Á enn öðrum myndum er eins og fólkið líði í lausu lofti, eða sé á sundi án þess vatnið sé sýnt. Það er fremur stökkbreyting en stigmun- ur á stíl þessara mynda. Þær elztu og frumstæðustu eru einfaldar í sniðum. Til dæmis er höfuðið á mönnunum ein boga- lína, svo að þeir verða áþekkastir kafara í búningi sínum, með tvöfalda hringi fyr- ir augu. Þeim hefur líka verið líkt við Marzbúa eins og teiknarar hugsuðu sér þá hér áður fyrr. Á öðrum er höfuðið táknað með einu striki. En svo eru aftur aðrar myndir svo aðdáanlegar, að enginn núlifandi listamaður gæti gert betur, enda hefur því löngum verið haldið fram, að frummaðurinn hefði skarpara sjón- skyn og skýrari athyglisgáfu en nútíma- maðurinn, einkum borgarbúinn. Það má bollaleggja um það í það óendan- lega í hvaða tilgangi þessi listaverk hafa verið gerð. Fræðimenn vilja ekki fallast á, að hér sé um list listarinnar vegna að ræða, heldur hafi listamennirnir gert 24 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.