Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 13
des Animaux sauvages, Samtök villidýr- anna. Og sumir mundu kannski sjá De Gaulle í hlutverki hins hégómlega Hinds- borough í þessu leikriti, einu sinni var frægur hershöfðingi og stríðshetja og átti að vera þjóðsögulegur bjargvættur, þröngsýnn afturhaldseintrjáningur að nafni Hindenburg sem var lyft til valda en hvarf inn í uppljómaðan fjarska elliór- anna meðan Hitler hrifsaði til sín völdin. Leikslok: Konan stóð ein blóðug í sviðs- ljósunum og æpti meðan skothríðin gelti allt í kring. Síðan gengur Vilar fram á sviðsbrúnina, tekur af sér hárkolluna og ljósið glampar á skallanum, einlægur maður sem rétt áður skelfdi okkur í gervi slöngunnar, glæpamannsins, einræðis- herrans og fasistans; hann segir: Þetta var nú bara leiksýning og þið skuluð ekki halda að málið sé afgreitt, að þið getið farið róleg heim og varpað öndinni létt- ar. Það vakti fyrir okkur að sýna ykkur hvernig sérstök atvik veraldarsögunnar fóru fram, hvernig það gat gerzt sem engir áttu von á né trúðu. Og úr því það gat gerzt einu sinni þá getur það gerzt aftur. Það eruð þið sem ráðið því hvort það gerist aftur. Þið. ÞIÐ. III Dansi dansi dúkkan mín Ég var fjarri góðu gamni þegar S t r o m p 1 e i k u r i n n var sýndur í haust og sjálftíndir úrvalsmenn þjóðar- innar hömdu varla vansælu sína undir á- kærunni, — þegar þetta er skrifað stend- ur til að taka leikinn upp af nýju eftir hlé til að gefa næði að melta jólamat- inn. Spiladós Strompleiksins hefur haft undra- verð áhrif á þjóðleikhússtjórann og fyllt hjarta hans tónrænum draumsýnum. Það hefur leitt til þess fagnaðar sem á að sameina alla krafta hússins í framtíðinni og slá þjóðlífinu öllu upp í húrlumhæ. Þessi listræni maður hefur nú sett sína framsóknarkrafta í afturábak-gír og beitt því nýstárlega lierbragði sem kallast con- centratation, setið glaðbeittur og hlauna- gleiður með gómana á upphækkuðu stýri með aðkallandi ljósmyndaragaumgæfni umverpis og bakkað og bakkað þjóðarinn- ar kúnsttraktor út úr tvísýnu spursmáls- ins: að vera eða vera ekki í kúltúr. Hef- ur það áunnizt að afnema spursmálið fræga og afþakka fyrir annarra liönd átakið sem mannsins eigin prívat-status hæfir ekki. Guðlaugur Rósinkranz er nú allur upp á söng og dans. Og nú eiga allir gamlir klúnkar að dansa. Meira að segja Skugga- Sveinn. Andagift leikhússtjórans er svo einbeitt í þessa átt að þegar alvarlegt leikrit eins og H ú s v ö r ð u r i n n skolazt með inn í verkefnaskrá ársins í tímaskorti tóna- annanna þá biður leikhússtjórinn fyrir þær upplýsingar til almennings fyrir frumsýningu að það sé mjög ólíklegt að margir kæri sig um að sjá þetta, sam- kvæmt Morgunbl. um þær mundir. Slíka hollustu fær alþýða seint fullþakkað. Og þar sem hér er enginn söngur samkvæmt hinni tímabæru hugsjón leikhússtjórans var á það bent til réttlætingar leiknum að leikararnir gætu stillt sig stundum í talinu og pagað. Svo hátt hefur þessi nýja hugsjón sveiflað leikhússtjóranum Birtingur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.