Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 3
Einar Bragi Ef bi'óöir minn hefur vaknað, ef hann vaknar á bessari stundu, ef hann hlustar með mér á söngva vindsins, ef hann ljær mér afl sitt og fær mitt afl og ef hann söðlar hest sinn og ef ég söðla hest minn og við söfnum liði í hverri sýslu, austur, vestur, norður, suður, vinum okkar og þeirra vinum, sem hafa brauð sitt vætt í tárum og óska þessum heimi fegri landa og uppskerustunda hverju svöngu barni, þá gæti draumur okkar rætzt á morgun um betra líf og sáttfúsari hendur. Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs. Þannig yrkir Jón Óskar um draum heims- ins: draum okkar nútímamanna, sem orð- ið er náttúrlegt og tamt að tala um „heiminn okkar“ og „fjölskyldu þjóð- anna“, þegar sambúðarmál mannkyns ber á góma. Engri þjóð er slík hugsun eðlis- lægari og skapfelldari en Islendingum, sem aldrei hafa sýnt öðrum þjóðum minnstu áreitni og eiga allt að vinna við að fá í friði að rækja frjáls vinsamleg verzlunar- og menningarviðskipti við all- ar þjóðir án pólitískra eða hernaðarlegra kvaða. Þess vegna er torvelt að hugsa sér herfi- legri afskræmingu þjóðarvilja, hróplegri mótsögn við innsta eðli og lífshagsmuni heillar þjóðar, en íslenzka utanríkisstefnu síðari ára: hina auðsveipu fylgispekt við sjónarmið og athafnir erlendra hervelda, sem leggja á það ofurkapp að kljúfa mannkynið í tvær f jandsamlegar fylking- ar og telja þjóðunum trú um að annarra kosta eigi þær ekki völ, höfuðáttir heims- mála séu aðeins tvær: austur, vestur. Er vei’t að vekja á því athygli, að með framferði sínu játast íslenzkir valdamenn ekki síður kenningu erfðafjenda sinna í austri en átrúnaðargoðanna í vestri. Þig kalla tvœr raddir Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.