Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 38
þessum anda surrealismans í þágu ,,poe- sía pura“. Þessi skáld og þessar stefnur eru: AL- BERTI (superrealismo), SALINAS (in- timismo), GUILLÉN (intelectualismo), ALEIXANDRE (existencialismo). Rafael ALBERTI (1902— ) er aðalhöf- undur surrealismans í spanskri ljóða- gerð. Hann er fæddur í Puerto de Santa María, Cadiz, á Suður-Spáni. Hann flutt- ist 1917 til Madrid og byrjaði feril sinn þar sem kubist-málari. Auk þess byrjaði hann að yrkja í kringum 1923, en 1925 fékk hann æðstu bókmenntaverðlaunin (Premio Nacional de Literatura) fyrir bók sína „Marinero en tierra“ (Sjómaður í landi). Síðan hefur hann aðeins verið skáld. Sumir gagnrýnendur telja hann eins mikið skáld og Lorca; aðrir gagnrýnend- ur og úrvalshópur lesenda telja hann miklu minna skáld. En Alberti — eins og Lorca — hóf feril sinn sem neopopular- isti og dáðist að klassiskum höfundum, einkum Gil Vicente, Lope de Vega og Góngora, en af lifandi skáldum að J. R. Jiménez. Þó er einn mikill munur á Al- berti og Lorca, jafnvel í neopopularism- anum. Lorca drakk beint úr þjóðsögnun- um og þjóðarsálinni til að yrkja sín ó- dauðlegu kvæði, en Alberti orti sín þjóð- legu kvæði í anda klassiskra höfunda; Ijóð hans sýna meiri fágun, skólun, glæsi- leika. Ljóðabækur hans í þessum anda eru: „Marinero en tierra“ (1925), „La a- mante“ (Ástmærin, 1926), ,,E1 alba de alhelí“ (Dögun fjallavorblómsins, 1927) og „Cal y Canto“ (Kalk og grjót, 1929), og eins ein af seinni bókum hans, „Verte y no verte“ (Að sjá þig og sjá þig ekki, 1935.) En 1929 markar bók hans „Sobre los ángeles" (Um engla) tímamót í spanskri ljóðagerð. Hann gleymir öllum sínum gömlu yrkisefnum og aðferðum, gerist abstrakt, yfirgefur jafnvel sína Andalusíu og haf hennar. Og með „Sobre los án- geles“ hefur Alberti leit sína að hinu al- gilda með dramatiskum krafti. Ljóð hans verða torskilin. Surrealismi hans er myrkur en magnaður kynngikrafti sem hrífur lesandann, en jafnvel í honum finnast málmæðar fyrri stefnu hans. Aðrar bækur Albertis eru: „Consignas“ (Kjörorð, 1933), „Poesía“ (Ljóð, 1934), „Trece bandas y cuarenta y ocho estre- llas, poema del’ mar Caribe“ (13 rendur og 48 stjörnur. Ljóð um karabiska hafið, 1936), „Entre el clavel y la espada“ (Milli nelliku og sverðs), „Pleamar“ (Háflæði), „Poesía“ (Ljóð), öll frá 1945; „Cantata a la pintura" (Kantata til málverksins, 1946), „Pueblos libres. Y Espana?“ (Frjálsar þjóðir. En Spánn? 1946), „A la pintura“ (Til málverksins, 1948), „Retor- no a la vivo lejano“ (Afturhvarf til fjar- lægðarinnar, 1952). Alberti hefur einnig skrifað leikrit, lcvik- myndahandrit og útvarpsdagskrár. Pedro SALINAS (1892—1951) er höfund- ur þeirrar stefnu í ljóðagerð sem á spönsku heitir intimismo. I henni eru ef til vill að finna beztu dæmi hinnar svo- kölluðu „poesía pura“. Afar einfaldur skáldskapur, hreinn, nakinn, tær, vottur 36 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.