Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 45
ósköp eru þær óþesslegar aö vera
sprottnar af umtalsverðri reynslu. Eitt
dæmi af mýmörgum: í öðru bindi segir
á einum stað í nokkrum línum af heim-
sókn til Tarjei Vesaas, sem síðar gerðist
einn af fremstu skáldsagnahöfundum á
Norðurlöndum; þeirri frásögn er skeytt í
kafla þar sem segir á viðlíka mörgum
síðum af viðureign við selstúlkur sem
sækja í að spilla skírlífi Kristmanns.
Þetta dæmi segir sitt um efnishlutföll í
,,sögu skálds“. Allvíða segir Kristmann af
menntunarviðleitni sinni og lestri, einkum
í heimspeki og bókmenntum, telur sig
meira að segja einhvers staðar hafa les-
ið flest það sem máli skiptir í heimsbók-
menntunum, enda hefur hann síðar ritað
,,heimsbókmenntasögu“ allfræga. En hér
gegnir sama máli og fyrr: kynnin af
heimsbókmenntunum verða skáldinu ekki
frásagnarverð í ævisögu frekar en menn-
ingarstraumar samtímans. Enn gegnir
sama máli um æskuár hans heima fyrir,
og er það þó hræringasamur tími í ís-
lenzkum bókmenntum, en Kristmann þá
ungur og upprennandi. Þá sem endranær
stendur hann utangátta við strauma sinn-
ar tíðar, virðist lifa í eigin heimi ærið
þröngum og telur fæst frásagnarvert sem
ekki er honum nákomið persónulega. Sam-
kvæmt því fjallar „saga skálds“ að meg-
inefni um margháttað stúlknastand og
kvennamál Kristmanns annars vegar,
andlega viðleitni hans, hulduheimaskipti
og sjálfsleit hins vegar, og eru þessir
þættir raunar samofnir. Um þessi efni
er margt á huldu að vísu, enda leysist
frásögnin löngum þegar sízt skyldi upp í
heldur óljósan orðareyk. Kristmann vott-
ar að vísu skilmerkilega að hann hefur
frá öndverðu ríkan metnað og vilja til
skáldskapar, en hitt er torskildara af
hverjum jarðvegi þessi skáldskaparvilji
er sprottinn eða hversu hann þróast. Þar
um kann ævisagan að vera nokkur heim-
ild, en þá nánast með óbeinum hætti.
Eins og fyrr segir verður nokkur brota-
löm á ritferli Kristmanns um þær mund-
ir sem liann hverfur heim eftir Noregs-
vistina. Sjálfur telur hann dulin rök
knýja sig til heimferðar, á Tslandi hljóti
hann að heyja hildarleik við örlög sín í
stað þess að hvíla í hægum sessi erlendis
við frægð. Hann nemur framtíð sína af
völumunni í Búdapest: armóð, basl, róg
og andstöðu í föðurlandi sínu á fyrsta
og þriðja skeiði ævinnar, heimsfrægð og
fé ærið erlendis þar sem hann mun dvelja
að mestu annað og fjórða æviskeiðið,
„síðast langt í vestri — gróðurmikið land
— eilíft sumar — stórt haf — og þar
muntu deyja í hárri elli — áttatíu og
fjögurra ára eða meir.“ „I starfi þínu
muntu ná því hæsta, sem hægt er að ná,“
segir honurn völvan, en „það hæsta er
ekki alltaf mest í heimsins augum, uro-
iim“.
Ekki skal ég leiða getum að því hvort
þessi orð og annað örlagatal í ævisög-
unni lýsa skoðun Kristmanns sjálfs á
lífsferli sínum, en hitt er víst að ærins
tvískinnungs gætir hjá honum þar sem
hann ræðir um eigin verk. Honum verður
tíðrætt um frægð sína sem hann ítrekar
þó jafnan að ekki sé sér nema hismi og
hégómi, kveðst m. a. hafa eytt öllu tali
áhrifamikilla aðdáenda um Nóbelsverð-
Birtingur 43