Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 6
helgar slóðir eldinn góða, sem aldrei má fölskvast í brjósti okkar, eigi frelsi þess- arar þjóðar að vera annað en frelsi hins lítilsiglda til að þiggja úr hendi ásælinna ójafnaðarmanna gýligjafir fyrir frum- burðarrétt okkar til landsins. Þú vaknar morgun einn og sérð til veð- urs: Á Þingvöllum við Öxará hafa þrjú hund- ruð fulltrúar hvaðanæva af Islandi safnazt til fundar, og hinn 10. september — sama mánaðardag og þingkosningarnar frægu fóru fram 1908 — stofna þeir með sér landssamtök óháð öllum flokkum: Sam- tök hernámsandstæðinga. I stofnreglum þeirra segir: Hlutverk samtakanna er að berjast fyrir afnámi herstöðva á íslenzkri grund, fyrir hlutleysi íslands í hernaðarátökum og standa gegn hvers konar erlendri ásælni. Samtökin hyggjast sameina íslendinga, hvar ; flokki sem þeir standa, til sóknar að fyr± greindu marki. Sú sókn er löngu hafin. Þúsundir manna á landsbyggðinni og í höfuðstaðnum eru vaknaðar til virkrar baráttu fyrir stefnu- málum samtakanna: þær hafa á síðast- liðnu ári farið um sveitir og safnað liði í hverri sýslu, vinum okkar og þeirra vin- um, sem óska þessum heimi fegurra Is- lands en þeirrar ögrunarstöðvar í víg- hreiðrakerfi kjarnorkuvelda sem föður- land vort hefur verið nú um sinn. Þús- undir á þúsundir ofan hafa tekið sér penna í hönd og staðfest sinn ljósan vilja: Við undirrituð krefjumst þess, að ísland segi upp herstöðvasamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku, að hinn erlendi her hverfi á brott og her- stöðvar allar hér á landi verði lagðar niður, að ísland lýsi yfir hlutleysi sínu í hernað- arátökum. Þetta er hin íslenzka rödd fólksins í land- inu, óbrotin og alkunn: rödd allra þeirra íslenzkra manna sem frábitnir eru vopna- skaki og vígaferlum, neitað hafa og neita munu til hinztu stundar hvers ltonar hlut- deild að hernaði, rödd allra þeirra Islend- inga er á sig líta sem friðflytjendur. Ánægjulegt og uppörvandi hefur verið að sjá tugþúsundir fylkja liði til eflingar jafn manndómslegri og rammíslenzkri stefnu í skiptum þjóðarinnar við umheim- inn. Gott hefur verið að fara um landið og finna að máli hinn mikla fjölda heil- brigðra manna, sem eiga hamingjudraum sinn og framtíðarvonir tengd auðlegð ís- lenzkrar moldar og miðanna við strendur Islands, en frábiðja sér með öllu auc fenginn gróða hermangs og annarrar við- líka auvirðilegrar iðju. En þótt ýmsu — og sumu óvæntu — sé yfir að gleðjast, er enn meiri baráttu þörf. Enn er hið erlenda herlið í landinu og virðist fremur stefnt að því að treysta vígstöðu þess hér en draga úr viðbúnaði. Enn erum við í stríðsfélagi með öðrum eins þokkapiltum og einræðisherra Portú- gals, sem lætur hersveitir sínar miskunn- arlaust murka niður saklausa íbúa An- góla, og Frökkum sem rekið hafa á ann- an áratug útrýmingarstyrjöld gegn Alsír- búum. Ráðamenn Islands hafa glúpnað fyrir vopnuðu ofbeldi einnar bandalags- þjóðar sinnar, Breta, og afsalað í hennar hendur dýrmætum landhelgisréttindum Islendinga. Og eigi er nú annað sýnna en 4 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.