Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 8
annað og stæla hvers annars vilja til við-
náms og til sóknar fyrir fornum og nýj-
um rétti Islendinga til fullra umráða yfir
landi sínu, fyrir óskoruðu efnahags- og
stjórnarfarslegu sjálfstæði íslenzkrar
þjóðar, fyrir siðferðilegri endurreisn og
ávöxtun þess menningararfs, sem okkur
var fenginn til verndar.
Allt veltur á því, að þeir sem skynja heit-
ast og skilja ljósast hvað í húfi er láti
ekki brigðmæii og einræðislega ófyrir-
leitni stjórnmálamanna lama viðnámsvilja
sinn og þrek, glati ekki trúnni á rétt-
lætið þótt rangsleitni ríki um sinn, þreyt-
ist ekki að ræða við þá samlanda sína,
sem enn standa tvíráðir álengdar líkt og
þeir séu að hugsa:
Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svarta inn,
ellegar út betur — til þín
Eggert, kunningi minn?
Spyrjum þá í einlægni eins og maður
mann: Ætlarðu að ganga í hamarinn
svarta, þar sem hernámströllin munu
trylla þig og æra, eða til sálufélags við
Eggert, sem sagði hug sinn þessum
lágværu orðum:
ísland, ögrum skorið, eg vil nefna þig.
Eg vil nefna þig. Hve fáguð hugsun, hve
einföld orð, hve undrahrein röddin sem
þau mælir.
Islenzkur maður, þig kalla tvær raddir:
rödd hernaðarófreskjunnar og rödd Egg-
erts, Annarri hvorri hlýtur þú að hlýða,