Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 53
En ég er hvorki lengur ég sjálfur
né húsið mitt mitt hús lengur.
— Vinur, mig langar að deyja
virðulega í rúmi
úr járni, og helzt af öllu
við rekkjuvoðir úr líni.
Sérðu ekki sárið
á brjósti mér uppað barka?
— Þrjúhundruð brúnum rósum
er þakin hvíta skyrtan.
Blóð þitt vætlar og lyktin
umlykur mittislindann.
En ég er hvorki lengur ég sjálfur
né húsið mitt mitt hús lengur.
— Leyfðu mér aðeins að koma
uppá veröndina háu,
leyfðu mér, leyfðu mér upp
á veröndina grænu.
Mánaveröndina litlu
þar sem vatnið niðar.
Svo ganga félagarnir
uppá veröndina háu
ag skilja eftir blóðferil,
skilja eftir slóð í tárum.
Litlar blikkluktir
\
skulfu á húsþökunum.
Þúsund kristalsbjöllubumbur
stungu morgunsárið.
Grænt, hve ég elska þig, grænt,
græni blær, grænu greinar.
Þeir gengu saman tveir.
Andlangur vindurinn skildi eftir
í munni annarlegt bragð
af galli, myntu og kryddjurt.
— Vinur! Hvar er hún, seg mér,
hvar er biturðhaldna stúlkan?
Hve oft hún beið þín,
Birtingur 51