Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 55

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 55
Um bœkur Ásta Sigurðardóttir: Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, sögur. Helgafell 1961. Loksins er komið út smásagnasafn eftir Ástu Sigurðardóttur. Ég tek ekki svo til orða vegna þess að hana bagi aldur, hún er rétt liðlega þrítug, heldur af því að hún hefur á annan áratug verið kunnur höfundur án bókar. Ásta varð fyrir því vafasama happi, sem fátítt er hérlendis, að verða þjóðfræg á einni nóttu af frum- smíð sinni. Þetta gerðist þegar sagan Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns birtist í Lífi og list í apríl 1951. Síðan hefur Ásta ritað og birt miklu betri sög- ur, sem vakið hafa miklu minni athygli almennings, því miður. Þess vegna var tímabært að fá sögur hennar á einni bók, svo að þeir sem áhuga hafa gætu fengið af henni rétta mynd sem rithöfundi. Framan við sögurnar standa þessi tvö orð: Til Reykvíkinga. Vera má að hin svarthærða stóreyga bóndadóttir af Snæ- fellsnesi hafi ekki látið hendingu eina ráða þeirri tileinkun. Þessi áratugur í höfundarferli Ástu er klofinn í tvennt af 5 ára þagnarbili. Frá fyrra skeiði eru sögurnar Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns, Gatan í rigningu, Draumurinn, Súpermann og I hvaða vagni, birtar á árunum 1951— 1953, en frá seinna tímabilinu eru Skerpla, Kóngaliljur, Vor fyrir utan, Dýrasaga, Maðurinn og húsið hans, birtar 1958—1961. Sögurnar í fyrri helft bókarinnar eru all- ar nema ein (Súpermann) af sama toga og sagðar í fyrstu persónu. Þær fjalla opinskátt um ungu stúlkuna sem hefur orðið fótaskortur á skötubarði borgara- legs siðgæðis, en á þann móral sem ekki svíkur lit. Sunnudagskvöld til mánudags- morguns og Gatan í rigningu gerast á ytra borði fyrir hvers manns augum, eru að heita má allar þar sem þær eru séðar. Þær eru ekki ýkja merkilegur skáldskap- ur, en hafa öngu að síður til síns ágætis nokkuð, einkanlega hin síðarnefnda: skýrar borgarmyndir, mettað andrúms- loft, jarðarilm og asfaltlýrik, eftirminni- legt veður. Draumurinn er mögnuð saga um misk- unnarleysi skinhelginnar og ofurþunga útskúfunarinnar. „Þessi draumur var ... um sjaldgæft djásn ... Ég geymdi dýr- grip þennan ... inni í mér ... Og þarna stækkaði hann og jók gildi sitt á dulai’- fullan hátt ... en þegar ég sagði meðeig- anda mínum frá þessu, varð hann hreint ekkert glaður ... Hann vildi láta tæta dýrgripinn sundur og slíta hannútúrmér .. .Ég mótmælti, og hann reiddist meira. Þá minnti ég hann á að hann gæti ekki Birtingur 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.