Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 4
En þetta er skæðasta áróðursblekking
aldarinnar. Vinir okkar og þeirra vinir
eru dreifðir um alla heimsbyggðina, til
þeirra liggja gagnvegir í austur, vestur,
norður, suður. Milli hinna tveggja gervi-
tunglsjúku risa með helsprengjuæxlið á
heilanum stendur herskari friðsamra
þjóða í öllum áttum: þjóða sem neita
að taka þátt í tvískiptingu heimsins,
n e i t a allri þátttöku í hinum glæpsam-
lega leik með atómeldinn, n e i t a hvers
konar aðild að hernaðarbandalögum hel-
sprengjuþjösnanna. Það eru hinar hlut-
lausu þjóðir heims, sem friðelskandi
menn um allar jarðir setja öðrum fremur
traust sitt á.
Kannski hefur aldrei verið auðveldara en
einmitt nú að átta sig á andspænis hvaða
vali vér stöndum. Á síðastliðnu hausti til-
kynnti forusturíki austurs, að það hygð-
ist hefja af nýju tilraunir með múg-
morðstæki, og samstundis kvað við and-
svar vesturs: við byrjum líka að sprengja.
En þá heyrðist þriðja röddin. Hún barst
frá Belgrad, þar sem leiðtogar 25 hlut-
lausra þjóða sátu á ráðstefnu: Niður með
vopnin! Lægið ofsann! Leyfið mannkyn-
inu að lifa!
Ég spyr þig, fslendingur: hver þessara
radda fannst þér manneskjulegust? Ég
særi þig að svara án undanbragða, án lít-
ilmótlegs bakþanka um flokksvilja, emb-
ættishorfur, íbúðarlán, ökutæki eða ís-
skáp: hver þessara þriggja aðila fannst
þér nákomnastur þjóð þinni? Ég efast
ekki um að þú svarar: hlutlausu þjóð-
irnar.
1 þeirra hópi og annars staðar ekki eiga
Islendingar heima. 1 raðir þeirra mun ís