Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 62
dæmum, hvenær hún á að brosa og vera
elskuleg og hvenær hún á að prumpa
ábyrgðartilfinningu og heilagri alvöru í
svipinn á sér. Þetta er sem sagt bók, er
ætti að geta fært mikilmenni nær þjóð
sinni og þokað henni sjálfri um leið í átt
til hæðanna.
Af þessari bók má nema sitthvað fleira.
Hér sannast það til dæmis ennþá einu
sinni, að stórmenni eru ekki öll á eina
bókina lærð. Þeir Sveinn Björnsson og
Ásgeir Ásgeirsson eru einmitt að ýmsu
leyti ólíkir menn. Lætur Birgir Thorlacius
það speglast vel í bókinni, enda hand-
genginn forsetunum báðum. Þar er þess
fyrst að geta, að hinum fyrrnefnda er
aðeins helguð 41 mynd eða tæpur fjórð-
ungur myndanna, fyrir þau sjö og hálft
ár sem hann sat að ríkjum; en Ásgeir
Ásgeirsson fær þá 127 myndir fyrir níu
ár. Þetta sýnir það, að hinn síðari er
meira upp á myndir en hinn fyrri. 1 ann-
an stað er það athyglisvert, að nærfelt
helmingur af myndum Sveins er frá ferð-
um hans um landið — eða 19 talsins —;
og er stærð þeirra hvergi skorin við nögl.
Þar er til dæmis hálfsíðumynd af forset-
anum á hestbaki í Barðastrandarsýslu og
heilsíðumynd af honum í hópi almúga-
klæddra Vestmannaeyinga. Hliðstæðar
myndir í Ásgeirs-kaflanum eru þrefalt
færri hlutfallslega og stærð þeirra oft-
sinnis skorinn mjög þröngur stakkur. Á
einni síðunni eru til dæmis sjö myndir í
þyrpingu, til að koma þessu sem fljótast
af — og mega heita ónýtar fyrir smæðar
sakir. En á næstu síðu fyrir framan er
akkúrat heilsíðumynd af „okkur hjónun-
um“ — í Noregi. Mun Birgi Thorlaciusi
vera fullljóst, að Sveinn Björnsson hafði
mikið yndi af ferðalögum hér innanlands,
en Ásgeiri Ásgeirssyni eru þau talsverð
þrekraun — þótt vitaskuld sé honum ljós
sú nauðsyn að sýna sig og sjá aðra; slíkt
læra menn á löngum þingmannsferli, þótt
að vísu megi einnig skapa sér „vinsældir
og áhrif“ með saumnálakaupum og rjól-
sendingum út í kjördæmin sín, eins og
sagan sannar. Er raunar bersýnilegt af
bókinni — sem forsetaþekking siðameist-
arans hefur mótað svo vísdómslega — að
Ásgeir Ásgeirsson á það sammerkt hin-
um mestu og frægustu íslendingum fyrr
og síðar að una sér bezt í návist konunga.
Mun hann vera þeim mun hærri maður
en Sveinn heitinn sem hann er í tygjum
við fjóra konunga í bókinni — auk ann-
arra fjögra forseta, páfa, erkibiskups og
landstjóra — en Sveinn kemst ekki lengra
en tala á bendingamáli við einn forseta og
hefur reyndar láðzt að setja upp svipinn
sem tækifærinu hæfir. Mikill verður
þriðji forseti vor með sama áframhaldi.
Ég flyt Bókaútgáfu Menningarsjóðs þakk-
ir fyrir Forsetabókina. Og ef mennta-
málaráð skyldi verða fyrir aðkasti vegna
bóka sinna síðastliðið ár, þá getur það
svarað fyrir sig með því að benda á hana
þessa. Forlag, sem gefur slíka bók út,
þarf ekki að blygðast sín fyrst um sinn.
Samt sem áður hefur gerzt raunasaga í
sambandi við þessa bók — enn eitt dæmi
þess, að Islendingum reynist torvelt að
þekkja sinn vitjunartíma. Forsetabókin
var gefin út í rösklega helmingi stærra
upplagi en tíðkast hér á landi, og þótti
engum mikið. En svo hörmulega tókst til,
að bóksalar landsins pöntuðu aðeins kring-
60 Birtingur