Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 62

Birtingur - 01.12.1961, Qupperneq 62
dæmum, hvenær hún á að brosa og vera elskuleg og hvenær hún á að prumpa ábyrgðartilfinningu og heilagri alvöru í svipinn á sér. Þetta er sem sagt bók, er ætti að geta fært mikilmenni nær þjóð sinni og þokað henni sjálfri um leið í átt til hæðanna. Af þessari bók má nema sitthvað fleira. Hér sannast það til dæmis ennþá einu sinni, að stórmenni eru ekki öll á eina bókina lærð. Þeir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson eru einmitt að ýmsu leyti ólíkir menn. Lætur Birgir Thorlacius það speglast vel í bókinni, enda hand- genginn forsetunum báðum. Þar er þess fyrst að geta, að hinum fyrrnefnda er aðeins helguð 41 mynd eða tæpur fjórð- ungur myndanna, fyrir þau sjö og hálft ár sem hann sat að ríkjum; en Ásgeir Ásgeirsson fær þá 127 myndir fyrir níu ár. Þetta sýnir það, að hinn síðari er meira upp á myndir en hinn fyrri. 1 ann- an stað er það athyglisvert, að nærfelt helmingur af myndum Sveins er frá ferð- um hans um landið — eða 19 talsins —; og er stærð þeirra hvergi skorin við nögl. Þar er til dæmis hálfsíðumynd af forset- anum á hestbaki í Barðastrandarsýslu og heilsíðumynd af honum í hópi almúga- klæddra Vestmannaeyinga. Hliðstæðar myndir í Ásgeirs-kaflanum eru þrefalt færri hlutfallslega og stærð þeirra oft- sinnis skorinn mjög þröngur stakkur. Á einni síðunni eru til dæmis sjö myndir í þyrpingu, til að koma þessu sem fljótast af — og mega heita ónýtar fyrir smæðar sakir. En á næstu síðu fyrir framan er akkúrat heilsíðumynd af „okkur hjónun- um“ — í Noregi. Mun Birgi Thorlaciusi vera fullljóst, að Sveinn Björnsson hafði mikið yndi af ferðalögum hér innanlands, en Ásgeiri Ásgeirssyni eru þau talsverð þrekraun — þótt vitaskuld sé honum ljós sú nauðsyn að sýna sig og sjá aðra; slíkt læra menn á löngum þingmannsferli, þótt að vísu megi einnig skapa sér „vinsældir og áhrif“ með saumnálakaupum og rjól- sendingum út í kjördæmin sín, eins og sagan sannar. Er raunar bersýnilegt af bókinni — sem forsetaþekking siðameist- arans hefur mótað svo vísdómslega — að Ásgeir Ásgeirsson á það sammerkt hin- um mestu og frægustu íslendingum fyrr og síðar að una sér bezt í návist konunga. Mun hann vera þeim mun hærri maður en Sveinn heitinn sem hann er í tygjum við fjóra konunga í bókinni — auk ann- arra fjögra forseta, páfa, erkibiskups og landstjóra — en Sveinn kemst ekki lengra en tala á bendingamáli við einn forseta og hefur reyndar láðzt að setja upp svipinn sem tækifærinu hæfir. Mikill verður þriðji forseti vor með sama áframhaldi. Ég flyt Bókaútgáfu Menningarsjóðs þakk- ir fyrir Forsetabókina. Og ef mennta- málaráð skyldi verða fyrir aðkasti vegna bóka sinna síðastliðið ár, þá getur það svarað fyrir sig með því að benda á hana þessa. Forlag, sem gefur slíka bók út, þarf ekki að blygðast sín fyrst um sinn. Samt sem áður hefur gerzt raunasaga í sambandi við þessa bók — enn eitt dæmi þess, að Islendingum reynist torvelt að þekkja sinn vitjunartíma. Forsetabókin var gefin út í rösklega helmingi stærra upplagi en tíðkast hér á landi, og þótti engum mikið. En svo hörmulega tókst til, að bóksalar landsins pöntuðu aðeins kring- 60 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.