Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 49

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 49
lega sýknt og heilagt er vert að hreyfa mótmælum. Ævisögur eru ærið misiit bókmenntagrein og geta enda iiait misjaínt giidi ui ao bera. bumum höíundum auðnast að snapa list ur liíi sinu, gera minmiegar boK- menntir sem gildi hafa af sjaifum sér. AOrir liaia iiíað atburði sem írásagnar- verðir eru í bók eða kunna skil á froo- leik sem vert er að varðveitist. Enn aðrii hafa lag á að segja skemmtilega af ævi sinni og geta stytt manni kvöldstund a notalegan hátt. Og sumir menn eru slíkir að sjálfslýsing þeirra hefur eigið gildi, ef ekki sem bókmenntir þá sem heimild um mennina sjálfa og samtíma þeirra. Það er vandséð að nokkuð af þessu eigi við um Kristmann og „sögu skálds". Saga hans verður lesanda ekki annað en krónika heldur hégómlegra atvika sem ekki varða neinu; hann virðist í senn bresta þrótt, innlifun og sögutækni til að gera af minningum sínum læsilegt verk. Og sú furða verður opinber af ævisög- unni að eftir meira en tuttugu ára rit- feril á íslenzku hefur Ki'istmann enn ekki náð neinum verulegum tökum á móður- máli sínu, hann ritar að vísu öfgalítið mái víðast hvar, en verkið er í heild frámuna- lega stíllaust og víða hættir við smekk- leysu og kjánaskap í orðfæri, ekki sízt þegar hann freistar átaks. Dæmi þessa má finna á hverri síðu verksins, eða því sem næst; annars vegar sækir væmnin á þegar hann leitast við að vera ljóðrænn og faguryrtur svo sem í náttúru- og kvenlýsingum, hins vegar yfirborðs- mennska og glamur þegar tjá skal „speki“. Hér er ekki rúm til að styðja þetta dæmum svo sem vert væri, enda þau auðfundin hverjum lesanda bókanna. Þó get ég ekki stillt mig um að birta hér eina litla kvenlýsingu úr þriðja bindi verksins sem sýnishorn um stíl Krist- manns: , „Hið létta tif fóta hennar líktist lágum, örvandi bumbuslætti, og blómbrum vors- ins hafði lánað kinnum hennar lit sinn. Og hvernig hún gat hlegið, það líktist ekki venjulegum hlátri, heldur fjölda af litlum bjöllum, sem ómuðu saman, blóm- klukkum, er blær morgunsins hreyfir." Nákomið stílleysunni er þróttleysi í allri frásögn og lýsingum sem mjög auðkennir „sögu skálds“. Sumar frásagnir Krist- manns af æsku sinni og uppvexti eru að vísu ekki ósnotrar, einkum finnst mér margt geðfellt í frásögn hans af afa sín- um, Birni á Þverfelli; en að þessu frá- töldu fyrirfinnst varla minnileg mann- lýsing í öllu verkinu. Sjálf frásagnargleð- in sem löngum hefur verið helzti styrkur Kristmanns bregzt honum þegar hann tekur að segja af ævi sinni; hann virðist bresta þrótt til fullrar einlægni gagnvart sjálfum sér og lesanda sínum, og fyrir vikið fær frásögnin löngum á sig uppgerð- ar- og ólíkindablæ þótt sjálfir atburðiv þeir sem frá segir séu á engan hátt ótrú- legir. Þetta á ekki sízt við um ástalýs- ingar hans, en ástamál eru ekki minnst frásagnarefni í „sögu skálds“. Kynferðis- reynsla og ástalíf hefur orðið mörgum liöfundi drjúgt viðfangsefni, og ástin hef- ur löngum verið Kristmanni hugstæð, bæði í skáldsögum hans og nú í ævisög- unni. Ungur drengur í vegavinnu hlýtur Birtingur 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.