Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 30
Saint J. Perse: SÖNGUR í lok Austurfarar Þá er hestur minn hefur numið staðar hjá trénu fullu af turtildúfum, blístra ég svo hreint blístur að öll þessi fljót halda engin heit sín við bakkana (Lauf, sem eru lifandi um morguninn, eru ímynd dýrðarinnar . . . Og því er ekki svo varið, að maður nokkur sé ekki raunamæddur, en þeg- ar hann hefur risið úr rekkju fyrir dögun og haft hyggilega samfélag við gamalt tré, stutt hökunni á síð- ustu stjörnuna, þá sér hann í djúpi fastandi himinsins mikla hluti og hreina sem venda í gleði . . . Þá er hestur minn hefur numið staðar undir trénu sem kurrar, blístra ég hreinna blístur . . . Og friður sé með þeim, sem ekki hafa séð þennan dag, ef þeir ætla að fara að deyja. En af skáldinu, bróður mínum, hafa spurnir borizt. Hann hefur enn kveðið eitthvað mjög Ijúft. Og einhverjir höfðu af því kynni . . . Jón Óskar íslenzkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.