Birtingur - 01.12.1961, Side 30

Birtingur - 01.12.1961, Side 30
Saint J. Perse: SÖNGUR í lok Austurfarar Þá er hestur minn hefur numið staðar hjá trénu fullu af turtildúfum, blístra ég svo hreint blístur að öll þessi fljót halda engin heit sín við bakkana (Lauf, sem eru lifandi um morguninn, eru ímynd dýrðarinnar . . . Og því er ekki svo varið, að maður nokkur sé ekki raunamæddur, en þeg- ar hann hefur risið úr rekkju fyrir dögun og haft hyggilega samfélag við gamalt tré, stutt hökunni á síð- ustu stjörnuna, þá sér hann í djúpi fastandi himinsins mikla hluti og hreina sem venda í gleði . . . Þá er hestur minn hefur numið staðar undir trénu sem kurrar, blístra ég hreinna blístur . . . Og friður sé með þeim, sem ekki hafa séð þennan dag, ef þeir ætla að fara að deyja. En af skáldinu, bróður mínum, hafa spurnir borizt. Hann hefur enn kveðið eitthvað mjög Ijúft. Og einhverjir höfðu af því kynni . . . Jón Óskar íslenzkaði.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.