Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 56

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 56
náð dýrgripnum frá mér. — Sittu þá uppi með hann, kjáninn þinn! hrópaði hann höstugur . . . þótt mér þætti það mikil ábyrgð að eiga svona dýrmæti ein, var gleðin yfir að eiga það ríkari.“ En það sem meðeigandanum mistókst, reynd- ist almenningsálitinu auðunnið með sam- eiginlegu átaki: „. . . fólk fór að horfa á magann á mér og verða skrýtið á svipinn ... vinkonur mínar tóku að forðast mig . . . Vinnuveitendur horfðu rannsakandi á magann á mér og skimuðu eftir hring á fingrunum á mér ... Og ég fékk ekki vinnu ... Heiðvirð eldri kona . .. horfði á mig stingandi augnaráði ... — Held- urðu virkilega, að það sjái ekki allir, hvað þú hefur gert? ... Fóik kallaði nafnið mitt á eftir mér á götunni . . . Ég vildi allt til vinna að fólkið fyrirgæfi mér.“ Og hún vann „allt“ til: lét eyða fóstrinu, en ,,allt“ kom fyrir ekki: „Og ég, sem hafði vonað, að þegar vöxtur minn væri kominn í samt lag aftur mundi fólkið fyr- irgefa mér ... og gleyma, að ég hafði átt drauminn fagra. Nú sá ég að mér hafði skjátlazt. Mér mundi aldrei verða fyrir- gefið ... Ég var ein, — alein, enginn vildi þekkja mig, enginn í öllum heiminum.“ T hvaða vagni fjallar um ungu stúlkuna, sem hefur alið barn sitt, „engzt og öskr- að af kvölum, eins og villidýr í skógar- eldi“, fundið lítinn heitan böggul lagðan í handarkrika sinn og gefið honum brjóst, en „um morguninn var hann farinn, og mjólkin seytlaði út í fötin og storknaði þar eins og blóð.“ Hún hafði gefið barnið ófætt einhverri ókunnri konu, en síðan komu dagar iðrunarinnar: „maður grét og leitaði alls staðar og bað guð að láta 54 Birtingur þessa ókunnu konu skila honum aftur, koma með hann til móður sinnar, sem elskaði hann svo mikið, — því maður var þó móðir hans, — kannski bara lauslát stelpa ... en móðir samt .. .“ Og það verða álög hennar að kíkja inn undir skyggnið á öllum barnavögnum í von um að finna aftur drenginn sinn: ,,— í ein- hverjum vagninum er þessi yndislegi hnokki, með perlubláu augun sín, spé- koppinn í vinstri kinninni og tinnusvarta hrokkna kollinn, — en í hvaða vagni?“ Þetta er einsteypt saga og ein hin bezta, sem íslenzkur nútímahöfundur hefur skrifað, átakanleg og þó laus við alla væmni, uppgerðarlaust eintal særðrar móður, sem „er bara stelpugægsni, ber- höfðuð eins og hver annar rollingur og ekki einu sinni í alminlegri dragt.“ Súpermann er dálítið sviplíkur Bam- bínó í Vögguvísu, amerkaníséraður og aumkunarverður glerskegglingur, sem verður fyrir því að missa stúlkuna sína í kanann og á ósköp bágt, tötrið litla. Af sögunum fimm frá seinna tímabilinu er Dýrasaga langsamlega bezt. Þar eru tveir söguþræðir raktir samtimis og tvinnaðir af mikilli leikni, en galdur hinn- ar skráðu tvísögu magnaður ógn þeirrar þriðju: sögunnar bak við söguna, þar sem sviðið er lönd og álfur, persónurnar þjóðir veikar og voldugar, já ef til vill óvopnuð smáþjóð sem berst af því litla hugviti sem henni er gefið við alvopnað bandalag sinna sterku stjúpfeðra. — Lítilsigld kvenrola hefur eignazt stúlkubarn í lausaleik, gengið síðar að eiga hrotta- fengið heljarmenni, sem hatar barnið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.