Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 24
Viðfangsefnið er fyrst og fremst menn og dýr, en auk þess má sjá þar alls konar helgiathafnir, vopn, verkfæri, heimilisá- höld, egypzka báta og kerrur með hjól- um. Dýrin eru fyrst og fremst nautgripir og hestar, en auk þess hundar, flóðhestar, nashyrningar, fílar, gíraffar, alls konar hjartar- og antilóputegundir, steingeitur o. s. frv. Fuglar eru fáir aðrir en strútar. Af þessari upptalningu má sjá, að hér er einkum um veiðidýr að ræða. Ég minnist ekki að hafa séð nokkra mynd af rán- dýri. Stíll hvers tímabils er svo frábrugðinn, að furðu gegnir, því maður skyldi ætla að hér hefði hver tekið upp eftir öðrum, en eiginlega er fátt sameiginlegt með þeim annað en viðfangsefnið og áhöldin og litirnir sem notaðir voru. En hér er tvennt sem kemur til greina: hinn langi tími sem líður á milli og ólík viðhorf og menningarástand. Auk þess getum við leitt hugann að nútíðinni, því aldrei kem- ur upp sú ný stefna í listum, að öll önnur list sé ekki fordæmd og talin einskis nýt. Og þó er listin að eilífu sú sama, það er aðeins smekkurinn sem breytist; en hver kynslóð verður að hella sínu nýja víni í hið gamla ker. Það er einmitt vegna þess, að listin er í innsta eðli sínu eilíf og óumbreytanleg, að við getum enn í dag notið listar þessara frumstæðu manna. Ekki er það enn vitað með vissu hvaða þjóðflokkar byggðu þessi héruð í fyrnd- inni, eða hvert þeir héldu þegar landið varð óbyggilegt. Þó er hægt að þekkja höfuðbúning í nokkrum myndum, sem enn er notaður af þjóðflokki á vestur- strönd Afríku. Um eitt skeið hafa lista- mennirnir orðið fyrir mjög áberandi sterkum áhrifum af egypzkri list- Tvenn- ar tilgátur eru uppi um það, hvernig á því standi. Önnur er sú, að Egyptar hafi tekið menn til fanga af þjóðflokki þeim, sem Tassílifjöllin byggði og þeir lært af Egyptum listina — og síðan sloppið heim aftur. Hin er sú, að Tassílimenn hafi tek- ið egypzka listamenn til fanga og þeir síðan málað myndirnar. Þykir mér síðari skýringin öllu sennilegri, því hér er um fullkominn egypzkan stíl að ræða, þar sem bæði stellingarnar og uppstillingarn- ar vísa beint til föðurhúsanna. Auk þess eru hér myndir af guðum Egypta, Iris og Ósíris, og af egypzkum kerrum og bátum. En væri það ekki sennilegasta skýringin, að Egyptar hefðu um eitthvert skeið lagt land þetta undir sig og útbreitt þar menningu sína? Litirnir eru fremur fábreyttir og aðeins úr þeim efnum sem hægt var að finna á staðnum. Ber þar mest á jarðlitum eða okkur-litum, gulum, rauðum og rauðbrún- um, en með blöndun fá þeir fram grænt og fjólublátt. En auk þess nota þeir svart eða dökkbrúnt og hvítt. Sumar myndirn- ar eru bryddaðar með hvítu, aðrar eru með skörpum útlínum. Hér eins og víðasthvar þar sem forsögu- leg listaverk hafa fundizt, er mannshönd- in sýnd útaf fyrir sig. Er þá ýmist litur borinn á höndina sjálfa og henni síðan þrýst á vegginn, eða höndin lögð á stein- inn og litnum síðan sprautað með munn- inum yfir höndina og kringum hana, svo að far hennar situr eftir. Ekki vita menn 22 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.