Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 16
höfðu meðferðis til að sjá til að dansa í myrkrinu. Bergmálið gerði sér mikinn mannamun á þessum fjöllum. Haraldur tók að sér að sýna Ástu þetta merkilega fyrirbrigði í fjallasal. En þó hún standi á nákvæmlega sama stað nokkru síðar og hói til byggða- manna hástöfum er alveg lokað fyrir bergmálið. Þetta bergmál virtist hafa verið alveg prívat til hægðarauka fyrir útilegumennina í hinni erfiðu lífsbaráttu þeirra einsog kemur í ljós þegar lýrikkin kemur upp í ólíklegustu mönnum og ög- mundur fer með dálítið ljóð hógværlega: þá kemur hvorki meira né minna en heill kvennakór til skjalanna og bergmálar orð hans á einhverjum fjallabaksleiðum með sætum söng en hann virðist ekkert taka eftir því og heldur áfram að relcja raunir sínar í bundnu máli. Því miður heyra salargestir ekki lengur orð hans vegna bergmálsins. Það hefur ekki þótt heppilegt að láta Skugga-Svein koma fram sjónarmiðum sínum (og skáldsins) um hinar ánægju- legri hliðar fjallaverunnar: Fagurt er á fjöllum. Þess vegna hefur verið komið fyrir atorkumiklum hljómlistarmönnum í gryfju sem starfa líkt og censor á boð- skapinn. Hinn rómstyrki útilegumaður stendur frammi fyrir okkur og hrópar allt hvað af tekur án þess orðin greinist í gnýviðrum hljóðfæranna. Á öðrum stund- um er gripið til þess að grafa undan áróðri afbrotamannsins með hugvitssömu strengjaplókki, málmgjallafikti og músík- pífum. í miðju kafi koma tveir fulltrúar há- menningarinnar fram í grænum fötum og hafa líklega verið úr hinum fræga flokki Hróa Hattar, stúdentar vér erum syngja þeir og dansa léttilegan bendingadans til að minna áhorfendur á uppsiglingu hinna heimsborgaralegu viðhorfa hjá leikhús- stjóranum sem ætlar nú að krýna feril sinn með því að hverfa frá hinu úrelta tjáningarformi Shakespeare og Sófókles- ar, Stanislavskí Brechts og Bernards Shaw og hafa endaskipti á húsinu þann- ig að kjallarinn fari upp en leikhúsið nið- ur: My fair lady. Ó my fair lady. ó. Ó. Iíopp-so-so tralalalala. V Galdra þú í gríð Það var ekki hlaupið að því að ganga að Bernard Shaw dauðum. Hann hafði á- kveðið að verða 150 ára. Því miður tókst honum það ekki því þá hefði hann getað komið í veg fyrir að My fair lady yrði til. Hann hafði stranglega bannað að snúa hinu skemmtilega leikriti sínu Pygmalion, þeirri leiftrandi ádeilu og hug vekju, upp í meinlaust stundargrín og flört. Hann neitaði um leyfi einhverjum skemmtikröftum hverfulleikans að útbúa söng og dansgaman upp úr leikritinu. Ulu heilli varð hann fyrir því 94 ára gamall að álpast upp á trjágrein og detta niður af henni og beinbrjóta sig svo hann lenti í höndum erkifjenda sinna lælmanna og týndi sínum ærslafengna lífsvilja. Það hefur sennilega verið vegna þess að hann var sannfærður um að lifa í 150 ár að hann leyfði sér þann ungæðislega prakk- araskap að skrifa í erfðaskrá að auði hans skyldi verja til að koma upp nýju 14 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.