Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 41
hreinnar Ijóðlistar, en sökum rúmleysis verður þeirra hér aðeins minzt lítillega. Þau eru Gerardo DIEGO (f. 1896), Dá- maso ALONSO (f. 1898) og Luis CER- NUDA (f. 1902). Allir eru þeir enn á lífi. Gerardo DIEGO er fjölhæfastur þessara skálda (creacionista, dadaísta, superrea- lista, neogongorista ...). Hann hefur loks- ins fundið sinn sérstaka stíl í anda hinn- ar sígildu kastiljönsku ljóðlistar. Hann er meðiimur spönsku Akademíunnar og bók- menntaverðlaunahafi (Premio Nacional de Literatura 1924). Dámaso ALONSO fékk Premio Nacional de Literatura 1927 og er einnig meðlimur málaakademíunnar spönsku. Dámaso (postmodernista, j uanramoniano, exis- tencialista) er ef til vill dýpsti, hjart- næmasti persónuleikinn meðal þeisara síðastnefndu skálda. Luis CERNUDA (bölsýnn, kuldalegur, ni- hilisti) yrkir beztu kvæði sín í anda Guill- éns, þó með mjög persónulegum fullmót- uðum stíl. Síðastur — þó aðeins samkvæmt alman- akinu — hinna miklu hreinu skálda er Manuel ALTOLAGUIRRE (f. 1905 í Ma- laga), sem fékk Premio Nacional de Li- teratura 1933. Öll ofarnefnd skáld byrjuðu að birta ljóð sín öðruhvoru megin við hið örlagaríka ár 1927. Af ásettu ráði eru þau nefnd hér í sömu andránni og stefnurnar sem þau prýddu mest, en lesendunum er ljóst að það er ekki hægt að flokka skáld eins og dauða hluti sem má setja í skúffu, heldur er það nær sannleikanum að oft yrkir eitt og sama skáldið í gerólíkum anda, eins og t. d. Gerardo Diego, Alei- xandre, Lorca og Alberti, svo að nokkur glögg dæmi séu nefnd. Nýja kynslóðin (La nueva generación) Tíu árum seinna, þegar borgarastyrjöldin geisar yfir landið voru samdar þrjár full- komnar ljóðabækur: „Perito en lunas“ (Tunglfræðingurinn, 1936), „E1 rayo que no cesa“ (óslökkvandi elding, 1936) og „Viento del pueblo“ (Vindur þorpsins, 1937), allar eftir Miguel HERNANDEZ (1910—1942). Hann er fæddur í Ori- huela (Alicante), sonur fátæks geita- smala. Ungur las hann hina sígildu spönsku höfunda í bókasafni verkamanna- félagsins og einhver vinur hans lánaði honum bækur Machado og Juan Ramón Jiménez. Og hann varð skáld. Svo mikið skáld að hann er hafinn yfir allar stefn- ur, og losaði sig undan öllum áhrifum til að skapa kvæði, sem munu vera ódauðleg meðan spönsk tunga verður töluð í heim- inum. Hann er langbezta skáld allra sem birtu ljóð sín eftir 1934, eitt bezta skáld þessarar aldar á Spáni og í tölu fyrstu lýrisku skálda allrar spanskrar ljóðlistar- sögu. Hefði hann lifað lengur hefði hann áreið- anlega orðið meistari meistaranna eins' og Juan Ramón Jiménez eða Antonio Ma- chado, sem honum svipar helzt til. En örlög hans urðu önnur. Hann tók þátt í boi'garastyrjöldinni í flokki lýðveldissinna og eftir ósigur þeirra var hann látinn deyja í fangelsi, þar sem hann skrifaði ljóð sín andspænis dauðanum. Þau voru Birtingur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.