Birtingur - 01.12.1961, Side 41
hreinnar Ijóðlistar, en sökum rúmleysis
verður þeirra hér aðeins minzt lítillega.
Þau eru Gerardo DIEGO (f. 1896), Dá-
maso ALONSO (f. 1898) og Luis CER-
NUDA (f. 1902). Allir eru þeir enn á lífi.
Gerardo DIEGO er fjölhæfastur þessara
skálda (creacionista, dadaísta, superrea-
lista, neogongorista ...). Hann hefur loks-
ins fundið sinn sérstaka stíl í anda hinn-
ar sígildu kastiljönsku ljóðlistar. Hann er
meðiimur spönsku Akademíunnar og bók-
menntaverðlaunahafi (Premio Nacional
de Literatura 1924).
Dámaso ALONSO fékk Premio Nacional
de Literatura 1927 og er einnig meðlimur
málaakademíunnar spönsku. Dámaso
(postmodernista, j uanramoniano, exis-
tencialista) er ef til vill dýpsti, hjart-
næmasti persónuleikinn meðal þeisara
síðastnefndu skálda.
Luis CERNUDA (bölsýnn, kuldalegur, ni-
hilisti) yrkir beztu kvæði sín í anda Guill-
éns, þó með mjög persónulegum fullmót-
uðum stíl.
Síðastur — þó aðeins samkvæmt alman-
akinu — hinna miklu hreinu skálda er
Manuel ALTOLAGUIRRE (f. 1905 í Ma-
laga), sem fékk Premio Nacional de Li-
teratura 1933.
Öll ofarnefnd skáld byrjuðu að birta ljóð
sín öðruhvoru megin við hið örlagaríka
ár 1927. Af ásettu ráði eru þau nefnd
hér í sömu andránni og stefnurnar sem
þau prýddu mest, en lesendunum er ljóst
að það er ekki hægt að flokka skáld eins
og dauða hluti sem má setja í skúffu,
heldur er það nær sannleikanum að oft
yrkir eitt og sama skáldið í gerólíkum
anda, eins og t. d. Gerardo Diego, Alei-
xandre, Lorca og Alberti, svo að nokkur
glögg dæmi séu nefnd.
Nýja kynslóðin (La nueva generación)
Tíu árum seinna, þegar borgarastyrjöldin
geisar yfir landið voru samdar þrjár full-
komnar ljóðabækur: „Perito en lunas“
(Tunglfræðingurinn, 1936), „E1 rayo que
no cesa“ (óslökkvandi elding, 1936) og
„Viento del pueblo“ (Vindur þorpsins,
1937), allar eftir Miguel HERNANDEZ
(1910—1942). Hann er fæddur í Ori-
huela (Alicante), sonur fátæks geita-
smala. Ungur las hann hina sígildu
spönsku höfunda í bókasafni verkamanna-
félagsins og einhver vinur hans lánaði
honum bækur Machado og Juan Ramón
Jiménez. Og hann varð skáld. Svo mikið
skáld að hann er hafinn yfir allar stefn-
ur, og losaði sig undan öllum áhrifum til
að skapa kvæði, sem munu vera ódauðleg
meðan spönsk tunga verður töluð í heim-
inum. Hann er langbezta skáld allra sem
birtu ljóð sín eftir 1934, eitt bezta skáld
þessarar aldar á Spáni og í tölu fyrstu
lýrisku skálda allrar spanskrar ljóðlistar-
sögu.
Hefði hann lifað lengur hefði hann áreið-
anlega orðið meistari meistaranna eins'
og Juan Ramón Jiménez eða Antonio Ma-
chado, sem honum svipar helzt til. En
örlög hans urðu önnur. Hann tók þátt í
boi'garastyrjöldinni í flokki lýðveldissinna
og eftir ósigur þeirra var hann látinn
deyja í fangelsi, þar sem hann skrifaði
ljóð sín andspænis dauðanum. Þau voru
Birtingur 39