Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 5
lenzka þjóðin skipa sér á ný, hvað sem í skjáum pólitískra leiguliða syngur. Þú vaknar morgun einn og sérð til veð- urs: I fardögum í hittifyrra var fámennur hópur fólks að hittast öðru hverju, skyggnast um og reyna að meta mögu- leika á að vekja þjóðina af værðarmóki, fá hana til að hrinda af sér auðmýkjandi oki tuttugu ára hersetu og taka upp mannsæmandi umgengnishætti við aðrar þjóðir. Það ákvað að gangast fyrir mót- mælagöngu fimmtíu kílómetra veg frá ameríska víghreiðrinu við Keflavík til Reykjavíkur til þess að koma málinu á dagskrá með þjóðinni, til þess að stappa i hana stálinu, en þó fyrst og fremst til að staðfesta sjálft vilja sinn til að leggja nokkuð á sig í baráttunni fyrir endur- heimt alls íslenzks lands úr hershönd- um. Á fyrsta degi sólmánaðar risu þeir upp í eldingu, íslendingarnir tvö hundruð sem bundizt höfðu fastmælum um að þreyta saman fyrstu Keflavíkurgönguna: karlar og konur af ýmsum stéttum og stigum, á aldrinum tólf til sjötíu og tveggja ára — hér gengu þau hlið við hlið hina löngu leið í hóglátri einbeittni undir blaktandi fána lýðveldis vors, lamin hressandi út- synningskælu og hugsuðu í hljóði: Ef bróðir minn hefur vaknað, ef hann vaknar á þessari stundu, ef hann hlustar með mér á söngva vindsins, ef hann Ijær mér afl sitt og fær mitt afl ... Já, ríkar vonir bærðust í brjósti þessara göngumanna, og einlægt var traust þeirra á bræðrum sínum og samherjum — vonir sem rættust, traust sem verðugt reynd- ist: hið straumþunga fljót sem flæddi um götur Reykjavíkur að kvöldi 19. júní 1960 hruddi á sjó út margri efasemd og illri spá og skolaði svo mynduglega frá grunn- múruðu borgarvirki hernámsriddaranna íslenzku, að veggir þess hafa hallir staðið síðan. En heyrzt hafa þaðan innan að æ tíðari öskur og tryllingslegri, sem ótví- rætt vitna um vaxandi ótta og óróleik í blauðum hjörtum. Þú vaknar morgun einn og sérð til veð- urs: Þegar Reykvíkingar höfðu sýnt hug sinn, varð mönnum eðlilega hugsað til sjó- manna, verkamanna, bænda úti um allar byggðir Islands, og maður spurði mann: er ekki á hverjum bæ, í hverju litlu húsi einhver sem bíður — einhver sem bíður þess eins að fá tækifæri til að játast hin- um íslenzka málstað? og ef hann söðlar hest sinn og ef ég söðla hest minn og við söfnum liði í hverri sýslu, austur, vestur, norður, suður, vinum okkar og þeirra vinum, gætu þá ekki atburðir gerzt á Islandi enn? Og menn biðu ekki boðanna, en bjuggust til ferðar: á sextíu fundum um landsbyggðina alla var ráðgazt og rætt, nálega í hverju byggðarlagi tóku hinir beztu menn höndum saman um að veita sjálfstæðismálinu framgang hver í sinni sveit og afréðu að senda á stefnudegi fulltrúa til fundar á Þingvöllum til þess að tengjast bræðraböndum við samherja sína úr öðrum byggðum og sækja á forn- Birtingur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.