Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 46
laun sér til handa. 1 öðru orði talar hann
um sölu bóka sinna í milljónum eintaka
og vinsældir víða um heim, í hinu telur
hann þær torlesnar og lítt við almenn-
ingshæfi. Þessi síðari skilningur virðist
honum þó sýnu meir að skapi, enda and-
leg stórvirki, „það hæsta, sem hægt er að
ná“, meira ágæti en veraldarfrægð og
vinsældir. Þannig freistar hann stundum
túlkunar á verkum sínum sem kemur ó-
breyttum lesanda þeirra spánskt fyrir
sjónir, svo sem þegar hann kallar sögu
sína, Helgafell, „sálfræðilegt bókmennta-
verk um landnám Islands og fæðingu ís-
lenzku þjóðarinnar, byggt á sögulegri og
sálfræðilegri rannsókn“. Þessi skilningur
finnst manni torfenginn af bókinni sjálfri
sem ekki sýnist annað en læsilegur og dá-
lítið reyfarakenndur róman frá víkinga-
öld blandinn angurværri rómantík og ör-
lagatrú. Og ekki tekur betra við þegar
hann býður lesendum þann skilning á
Gyðjunni og uxanum að þar sé reyndar
í skáldskaparlíki „tilraun til að skýra úr-
kynjun menningarkerfis, sem komið er að
endalokum sínum“. Nú er hverjum höf-
undi að sjálfsögðu frjálst að leggja þann
skilning í verk sín sem honum sýnist, —
rétt eins og iesandi þeirra nýtur að sínu
leyti sama frelsis. Hitt er hálfbágt að sjá
fullorðinn og góðkunnan höfund lýsa því
yfir upp úr þurru að hann hafi í önd-
verðu ætlað sér að skrifa allt aðra bók
en hann hefur skrifað — og mistekizt
það.
Sú skoðun mun ekki ótíð að það sé á ein-
hvern hátt með öllu forkastanlegur at-
vinnuvegur að gera einfaldar, alþýðlegar
skemmtisögur, bækur sem eru miklum
fjölda fólks nothæf neyzluvara án þess
að gera tilkall til að leysa lífsgátur eða
fjalla af móði um hinztu rök. Þó geta
slík verk verið að sínu leyti ágætar bæk-
ur, og í flokki þeirra finnast einnig verk
sem tvímælalaust má telja til alvarlegra
bókmennta; hitt er meira álitamál hvort
nokkru sinni hefur verið samin góð skáld-
saga sneydd skemmtunargildi. En æski-
legt mun, ef vel á að farnast, að höf-
undar geri sér nokkurn veginn grein fyr-
ir hvað þeir eru að fara í skáldsmíð sinni,
og þar verður misbrestur á um Krist-
mann ef marka má skýringar hans nú á
fyrri verkum sínum. Þessi andkannalega
kenning, sem getið var, virðist sem sé
hafa smitað yfir á hann, a. m. k. gerir
hann sér ærið far um að lýsa alvöru sinni
í listviðleitni og hefur á stundum mörg
orð um ábyrgð og hlutverk rithöfundar-
ins: „Ég leit í anda þessar milljónir
mannssálna, er orð mín höfðu snert,“ seg-
ir hann á einum stað, „og það fór um
mig eins og rafmagnslost, hvílíkur á-
byrgðarhluti það er að sá fræi sínu í
slíkan akur. Einhvern tíma hlaut maður
að standa skil á lánuðu pundi og verja
verk sín fyrir þeim dómstóli, sem ekki
verður glapin sýn. Það er ægileg misgjörð
að sá illgresi í huga mannanna, en einnig
stórkostlegt tækifæri að geta ræktað þar
fagran gróður, sem gerir heiminn betri.“
Þetta uppeldishlutverk er sem oftar að
vefjast fyrir honum um þær mundir sem
hann hefur lokið Lampanum en er með
Gyðjuna og uxann í smíðum. Honum er
ljóst að hann þarfnast endurnýjunar sem
rithöfundur, og þótt hann sé „sem iyrr“
ákveðinn að „vinna einungis í þjónustu
44 Birtingur