Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 51
hér segi af hégóma einum og kukli, og
guðsleitin sé mestmegnis vanmáttug í-
myndun. Það er þetta þróttleysi, getu-
leysið að gæða lífsreynslu sína lífi og lit,
sem veldur mestum vonsvikum af „sögu
skálds“.
Iiér skal engum getum leitt að því hvað
valdið hafi skipbroti Kristmanns Guð-
mundssonar á rithöfundarferlinum. Á
einni örstund óvenjulegrar sjálfskyggni
segir hann að hann hefði betur haldið
áfram á þeirri braut sem mörkuð var
með Morgni lífsins, „skrifað bækur fyrir
almenning, bækur, sem ég ætlaðist til, að
seldust vel og yrðu vinsælar“. Þetta er
ugglaust rétt hugsað, og þá hefði Krist-
mann trúlega skrifað betri bækur en
raun hefur orðið á hin síðari ár. Hinar
fyrri sögur hans búa óneitanlega yfir
ýmsum góðum kostum, á ytra borði að
minnsta kosti, og manni finnst að þeirra
hefði hann getað notið betur með vaxandi
þroska og þjálfun. En óneitanlega vekur
ævisagan vissa tortryggni. Kristmann
virðist með öllu sneyddur félagslegum
skilningi og jafnvel áhuga. Hitt er þó
verra að mannskilningur hans og margum-
töluð sálfræðikunnátta eru fádæma ein-
hliða og grunnfær. Tilfinning hans virðist
öll yfirborðsleg og jafnvel ósönn, hugsun-
in ristir hvergi djúpt, og listrænn þróttur
bregzt honum þegar frarn í sækir, átökin
við mál, stíl og efnivið verða ósköp lin-
leg. Manni býður í grun að list hans hafi
frá upphafi skort kjölfestu þrátt fyrir
nokkra skjótunna sigra í fyrstu, og flótti
hans inn í trú á „örlög“ sín og aðra
hulduheimspeki verður sízt til að hamla
gegn þeim grunsemdum. Þannig verður
„saga skálds“ með nokkrum hætti bauta-
steinn Kristmanni Guðmundssyni, lok
þjóðsögu, þótt það muni sízt vaka fyrir
honum sjálfum.
Kristmann Guðmundsson: ísold hin svarta.
Saga skálds. Bókfellsútgáfan, Reykjavík 1959.
Dægrin blá. Saga skálds. Bókfellsútgáfan,
Reykjavík 1960. Loginn hvíti. Saga skálds.
Bókfellsútgáfan. Reykjavík 1961.
Birtingur 49