Birtingur - 01.12.1961, Síða 38

Birtingur - 01.12.1961, Síða 38
þessum anda surrealismans í þágu ,,poe- sía pura“. Þessi skáld og þessar stefnur eru: AL- BERTI (superrealismo), SALINAS (in- timismo), GUILLÉN (intelectualismo), ALEIXANDRE (existencialismo). Rafael ALBERTI (1902— ) er aðalhöf- undur surrealismans í spanskri ljóða- gerð. Hann er fæddur í Puerto de Santa María, Cadiz, á Suður-Spáni. Hann flutt- ist 1917 til Madrid og byrjaði feril sinn þar sem kubist-málari. Auk þess byrjaði hann að yrkja í kringum 1923, en 1925 fékk hann æðstu bókmenntaverðlaunin (Premio Nacional de Literatura) fyrir bók sína „Marinero en tierra“ (Sjómaður í landi). Síðan hefur hann aðeins verið skáld. Sumir gagnrýnendur telja hann eins mikið skáld og Lorca; aðrir gagnrýnend- ur og úrvalshópur lesenda telja hann miklu minna skáld. En Alberti — eins og Lorca — hóf feril sinn sem neopopular- isti og dáðist að klassiskum höfundum, einkum Gil Vicente, Lope de Vega og Góngora, en af lifandi skáldum að J. R. Jiménez. Þó er einn mikill munur á Al- berti og Lorca, jafnvel í neopopularism- anum. Lorca drakk beint úr þjóðsögnun- um og þjóðarsálinni til að yrkja sín ó- dauðlegu kvæði, en Alberti orti sín þjóð- legu kvæði í anda klassiskra höfunda; Ijóð hans sýna meiri fágun, skólun, glæsi- leika. Ljóðabækur hans í þessum anda eru: „Marinero en tierra“ (1925), „La a- mante“ (Ástmærin, 1926), ,,E1 alba de alhelí“ (Dögun fjallavorblómsins, 1927) og „Cal y Canto“ (Kalk og grjót, 1929), og eins ein af seinni bókum hans, „Verte y no verte“ (Að sjá þig og sjá þig ekki, 1935.) En 1929 markar bók hans „Sobre los ángeles" (Um engla) tímamót í spanskri ljóðagerð. Hann gleymir öllum sínum gömlu yrkisefnum og aðferðum, gerist abstrakt, yfirgefur jafnvel sína Andalusíu og haf hennar. Og með „Sobre los án- geles“ hefur Alberti leit sína að hinu al- gilda með dramatiskum krafti. Ljóð hans verða torskilin. Surrealismi hans er myrkur en magnaður kynngikrafti sem hrífur lesandann, en jafnvel í honum finnast málmæðar fyrri stefnu hans. Aðrar bækur Albertis eru: „Consignas“ (Kjörorð, 1933), „Poesía“ (Ljóð, 1934), „Trece bandas y cuarenta y ocho estre- llas, poema del’ mar Caribe“ (13 rendur og 48 stjörnur. Ljóð um karabiska hafið, 1936), „Entre el clavel y la espada“ (Milli nelliku og sverðs), „Pleamar“ (Háflæði), „Poesía“ (Ljóð), öll frá 1945; „Cantata a la pintura" (Kantata til málverksins, 1946), „Pueblos libres. Y Espana?“ (Frjálsar þjóðir. En Spánn? 1946), „A la pintura“ (Til málverksins, 1948), „Retor- no a la vivo lejano“ (Afturhvarf til fjar- lægðarinnar, 1952). Alberti hefur einnig skrifað leikrit, lcvik- myndahandrit og útvarpsdagskrár. Pedro SALINAS (1892—1951) er höfund- ur þeirrar stefnu í ljóðagerð sem á spönsku heitir intimismo. I henni eru ef til vill að finna beztu dæmi hinnar svo- kölluðu „poesía pura“. Afar einfaldur skáldskapur, hreinn, nakinn, tær, vottur 36 Birtingur

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.