Birtingur - 01.12.1961, Page 3

Birtingur - 01.12.1961, Page 3
Einar Bragi Ef bi'óöir minn hefur vaknað, ef hann vaknar á bessari stundu, ef hann hlustar með mér á söngva vindsins, ef hann ljær mér afl sitt og fær mitt afl og ef hann söðlar hest sinn og ef ég söðla hest minn og við söfnum liði í hverri sýslu, austur, vestur, norður, suður, vinum okkar og þeirra vinum, sem hafa brauð sitt vætt í tárum og óska þessum heimi fegri landa og uppskerustunda hverju svöngu barni, þá gæti draumur okkar rætzt á morgun um betra líf og sáttfúsari hendur. Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs. Þannig yrkir Jón Óskar um draum heims- ins: draum okkar nútímamanna, sem orð- ið er náttúrlegt og tamt að tala um „heiminn okkar“ og „fjölskyldu þjóð- anna“, þegar sambúðarmál mannkyns ber á góma. Engri þjóð er slík hugsun eðlis- lægari og skapfelldari en Islendingum, sem aldrei hafa sýnt öðrum þjóðum minnstu áreitni og eiga allt að vinna við að fá í friði að rækja frjáls vinsamleg verzlunar- og menningarviðskipti við all- ar þjóðir án pólitískra eða hernaðarlegra kvaða. Þess vegna er torvelt að hugsa sér herfi- legri afskræmingu þjóðarvilja, hróplegri mótsögn við innsta eðli og lífshagsmuni heillar þjóðar, en íslenzka utanríkisstefnu síðari ára: hina auðsveipu fylgispekt við sjónarmið og athafnir erlendra hervelda, sem leggja á það ofurkapp að kljúfa mannkynið í tvær f jandsamlegar fylking- ar og telja þjóðunum trú um að annarra kosta eigi þær ekki völ, höfuðáttir heims- mála séu aðeins tvær: austur, vestur. Er vei’t að vekja á því athygli, að með framferði sínu játast íslenzkir valdamenn ekki síður kenningu erfðafjenda sinna í austri en átrúnaðargoðanna í vestri. Þig kalla tvœr raddir Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.