Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 11
Sagnliðurinn í íslensku
9
Skyttan kálaði sé ekki hægt að setja eitt orð, nema þá t. d. Leiddist; en
þar með sé líka búið að breyta gerð setningarinnar, og hún orðin spurn-
arsetning.
En það er hægt að finna setningar þar sem setja má eina sögn í
stað sagnar og frumlags, án þess að setningagerðin breytist; í setningu
eins og Lest þú mikið? getum við sleppt Lest þú og sett Rignir í staðinn,
og erum enn með spurnarsetningu. Þessi rök virðast því ekki einhlít.
Eðlilegast er að segja bara sem svo, að ástæðan fyrir því að oft er hægt
að setja sögn eina saman í stað sagnar og andlags „án þess að setninga-
gerðin breytist“ sé einfaldlega sú, að margar sagnir eru sjálfstæðar, þ. e.
krefjast ekki andlags. Hins vegar er erfitt að finna dæmi um að sögn
sé sett í stað sagnar og frumlags, einfaldlega vegna þess að flestar sagnir
krefjast frumlags. Veðurfarssagnir eins og rigna eru þó undantekning,
og því má finna einstöku dæmi eins og hér að framan. Ég fullyrði því að
slík umskipti segi ekkert um hvað myndi setningarlið.
Höskuldur Þráinsson (1979) gerir einnig ráð fyrir sagnlið, en rök-
styður það ekki sérstaklega; hann bendir þó á að rök fyrir tilvist slíks
liðar séu mun veikari en t. d. rök fyrir tilvist nafnliðar (Höskuldur
Þráinsson 1979:323, 10. nmgr.). En nýlega hefur Andrews (1982:428,
430) haldið því fram að engin sérstök rök séu fyrir sagnlið í íslensku;
og raunar verði lýsing á umröðun frumlags og sagnar (þegar annar liður
en frumlagið stendur fremst) flóknari, sé gert ráð fyrir sérstökum
sagnlið.
Viðfangsefni þessarar greinar er að athuga hvort ástæða sé til að gera
ráð fyrir sagnlið í íslensku; þ. e. hvort formgerð setninga á við (2) beri
fremur að lýsa með (l)a en (l)b hér að framan.
(2) [Jón] [sagði mér söguna] eða [Jón] [sagði] [mér] [söguna]
Fyrst verður litið á helstu rök sem notuð eru við ákvörðun setningarliða
yfirleitt, og sýnt að þau benda til þess að ekki sé til sérstakur sagnliður
í setningum með einni sögn í íslensku. Því næst er sýnt fram á að annað
gildi um hjálparsagnasambönd, og að allt bendi til að sagnir í fallhátt-
um myndi lið með fylgiorðum sínum. Þá er litið á hugmyndir Höskuldar
Þráinssonar (1982, 1983) um sérstakan hjálparlið (Hjl), og þeim
hafnað. Síðan er stungið upp á því að fylliliðir (complements) hjálpar-
sagna séu sérstakar setningar í djúpgerð. Að lokum er svo drepið á
nokkur óleyst vandamál og niðurstöður dregnar saman.