Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 36
34
Ingólfur Pálmason
Hreinan r/-rn-framburð höfðu aðeins 6 einstaklingar af hópnum í
heild, allir úr öræfum og allir fæddir fyrir 1920. Þeir eru sem sé eldri
en svo, að þeir hafi komist í þann flokk sem kannaður var 1941-43.
Af þeim sem höfðu blandaðan rn-framburð höfðu 11 r/-framburð
hreinan í sveitunum þremur, þar af 7 í öræfum. Hér við mætti bæta 3
hljóðhöfum sem höfðu /7-framburð svo til hreinan (4 próforð af 5).
Voru 2 þeirra í Öræfum og 1 í Suðursveit. Allir þeir hljóðhafar sem
höfðu blandaðan rn-framburð en hreinan /-/-framburð voru fæddir fyrir
1929, fjórir þeirra fyrir aldamót. Virðist þetta benda til að meira hald
sé í r/-framburðinum en bróður hans m-framburðinum.
Hreinan (r)d/-(r)í//r-framburð höfðu 49 (17 í öræfum, 16 í Suður-
sveit, 16 í Nesjum). Alls 52.13%. í sömu sveitum hafði aðeins 1 hljóð-
hafi rdl-rdn-framburð hreinan í rannsókninni 1941.
Þeir 39 einstaklingar, sem í könnun okkar höfðu hvorki hreinan rl-
ra-framburð né rdl-rdn-framburð, mundu samkvæmt skilgreiningu
Björns Guðfinnssonar teljast hafa blandaðan framburð. Þessi hópur
manna er mjög mislitur hvað framburð snertir. Hér eru fáeinir einstak-
lingar sem nálgast það að hafa hreinan rl-rn-framburð, hinir eru þó
miklu fleiri sem nálgast gagnstæðan pól. Hve hlutur /-/-ra-framburðar
er rýr í máli blendingshljóðhafa sést best á því, að einungis 19% próf-
orðanna báru þeir fram með /7-ra-framburði.
í Mállýzkum II, bls. 72, er þess getið að fundist hafi <7n-framburður
hjá 8 hljóðhöfum í Austur-Skaftafellssýslu, þar af 7 í Öræfum. Hins
vegar varð d/-framburðar ekki vart í sýslunni. í könnun okkar Þuríðar
gætti dn-framburðar í lestri 14 einstaklinga í Hofshreppi (Öræfum), en
í//-framburðar hjá 5. Voru 11% próforðanna borin fram með dl-dn-
framburði.
í Suðursveit og Nesjum virðist í//-í/n-framburður mjög fágætur, ef
undan er skilinn 1 hljóðhafi í Nesjum, sem las Árna í Vogi með hrein-
um í//-c/n-framburði.5 Hafa þeir Hofshreppingar áreiðanlega nokkra
sérstöðu í þessu efni, sbr. ummæli Guðjóns frá Fagurhólsmýri, sem áður
var vitnað til (bls. 32).
Eins og vikið var að í upphafi þessa kafla, gæti verið fróðlegt að bera
saman yngsta aldursflokk okkar og hljóðhafa BG í könnuninni 1941.
Hef ég reynt að safna þessum tölum saman í Töflu 1 sem birt er hér.
5 Sjá 3. kafla hér á undan.