Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 46
44
Ingólfur Pálmason
hljóðhafa sem hafa ókringdan Av-framburð að hluta til. Kringingin hjá
þeim er svo látlaus og veik, að hætt er við að fáum tækist að stæla hana
ýkjulaust. Gott dæmi um þetta er ung stúlka í öræfum, fædd 1966. For-
eldrar hennar hafa blandaðan framburð, faðirinn hv-framburð að
mestu, móðirin hneigðist í lestrinum allmjög til kv-framburðar. Þessi
unga stúlka las með mjög skýrum /jv-framburði, að miklu leyti ókringd-
um. Þar sem örlaði á kringingu á eftir /i-inu virtist hún oftast tvívara-
mælt. Hér er sem sé dæmi um það að ungmenni varðveiti betur fram-
burð sveitar sinnar en foreldrarnir, þótt hið gagnstæða sé reyndar
reglan.
Þess skal að lokum getið, að fyrirbæri það sem Stefán Einarsson telur
að hægt sé að rekast á í Suðursveit, nefnilega að [x] verði k í orðum eins
og hvað og hvíla [kha:ð] [khi:la] varð ekki á vegi okkar Þuríðar þar
eystra.14 Björn Guðfinnsson minnist á þetta í grein í Menntamálum
(1950) og telur að of mikið hafi verið úr þessu gert. Hitt er svo önnur
saga, að þennan framburð má oft heyra í tali unglinga hér í Reykjavík.
6.2 Um útbreiðslu hv-framburðar
Vegna þeirra örðugleika, sem mér virtust vera á greiningu hv-/kv-
framburðar og lýst er í 6.1, verður hér ekki gerð skrá um tíðni hv-
framburðar í einstökum próforðum á þann hátt sem gert var hér á
undan við greiningu r/-rn-framburðar og einhljóða á undan gi. Hér
verða hins vegar birtar tvær töflur sem eru sambærilegar við töflur nr. 1
og 3 annars vegar og 5 og 6 hins vegar. í Töflu 7 er líkt og í töflum
nr. 1 og 5 gerður samanburður á framburði unglinga skv. könnun BG
og könnun okkar Þuríðar.
Ef athugaðar eru minnisgreinar okkar um hljóðhafana, kemur þetta
í ljós: Sá hljóðhafi í Öræfum, sem hafði Zrv-framburð hreinan, var á
spítala í Reykjavík til þriggja ára aldurs og lærði þar að tala. Móðir
hans er frá Blönduósi.
í Suðursveit hafði 1 hljóðhafi kv-framburð hreinan, 12 ára stúlka frá
Gerði. Hún hafði ekki dvalið utan sveitar, en er, ef ég man rétt, náskyld
húsfreyjunni á Hala, sem fædd er og uppalin í Svarfaðardal.
Annar tveggja af þeim hljóðhöfum í Nesjum, sem hafði hreinan kv-
framburð, var fæddur og uppalinn í sveitinni. Hann hafði aðeins dvalið
14 Sjá Stefán Einarsson 1928-29:270.