Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 51
49
Athugun á framburði nokkurra Örœfinga
ing þeirra varð árangurslaus. — Sástu, hvað hann hvítnaði, þegar hann heyrði
hvininn? — Það var svo hvasst, að það hvein í öllu. — Hvirfillinn á honum er
mjallhvítur. — Hvernig gastu hvolft bátnum? — Eitthvað hefur veiðst af hvölum.
(Þessi texti var notaður í Öræfum og Suðursveit.)
Sighvatur í Hvammi
Þegar Sighvatur í Hvammi kom upp á hvolinn, sá hann að æmar voru komnar
út um hvippinn og hvappinn, sumar jafnvel komnar í hvarf upp fyrir leitið. Hann
þorði ekki að hvetja hvolpinn af ótta við að missa stjórn á honum. Það var svo
hvasst að það hvein í öllu. Það heyrðist eitthvert kynlegt hvás eða hvæs og hestin-
um varð hverft við, enda var hann hvumpinn að eðlisfari. Hvutti var hvikull og
snuðraði í hvönnunum. Karlinn lyfti húfunni, svo að sá í hvítan skallann. Hvirf-
illinn á honum var mjallhvítur. Það var hvimleitt hvað hann Örnólfur sonur hans
var rúmlatur, auk þess sem hann var bæði hvefsinn og orðhvass.
Vindhviðurnar voru svo snarpar, að drengirnir höfðu næstum hvolft bátnum,
enda var hvorugur vanur róðri. Hver var að hvísla? Mikið er hverabrauðið góm-
sætt. Það er munur á því eða hveitibrauðinu. Hví ferðu ekki úr hvundagsfötunum?
Hurðin var hviklæst. Hvernig skyldi þessu Ijúka?
(Þessi texti var notaður í Nesjum.)
HEIMILDIR
Árni Böðvarsson. 1953. Hljóðfrœði. Kennslubók handa byrjendum. ísafoldarprent-
smiðja H.F., Reykjavík.
— 1975. Hljóðfrœði. Prentað sem handrit. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
— 1947. Breytingar á framburði og stafsetningu. ísafoldarprentsmiðja H.F.,
Reykjavík.
— 1950. Þáttur úr íslenzkum mállýzkurannsóknum. Menntamál 23:170-80.
— 1964. XJm íslenzkan framburð. Mállýzkur II. Ólafur M. Ólafsson og Óskar Ó.
Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu til prentunar. Studia Is-
landica 23. Reykjavík.
Björn M. Ólsen. 1882. Zur neuislándischen Grammatik. Germania 27 (neue Reihe
15):257—287.
Crystal, David. 1980. A First Dictionary of Linguistics and Phonetics. University
Press, Cambridge.
Gunnar Karlsson. 1965. Um aldur og uppruna kv-framburðar. Lingua Islandica —
íslenzk tunga 6:20-37.
Halldór Halldórsson. 1955. Samræming framburðar. Skírnir 129:80-94. [Einnig
prentað í íslenzk málrœkt. Erindi og ritgerðir. Baldur Jónsson sá um útgáfuna.
Hlaðbúð H.F. Reykjavík 1971.]
íslenskt mál V 4