Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 202
200
Ritdómar
Við sögnina SÖLA hefði mátt slá saman í eitt: s. ned bordet og s. ned bordet med
ngt og gera skýringuna þannig einfaldari.
Á nokkrum stöðum finnst mér einstök orð í skýringum vera of löng og stirðleg,
t. d. herferðaeinkennisbúningur (faltuniform), hraðlestaraukagjald (snal.ltXgs-
tillagg) og rafmagnssnúruflœkja (ett virrvarr av elledningar).
Stundum ber á ósamræmi milli sambærilegra orða í bókinni. Þannig er adams-
drakt skýrt sem nekt, „Adamsklœði", en evakostym aðeins gefið í samb. i (eva-
kostym) „í EvuklœðumUndir orðinu kvinnfolk er haft orðið kvenpeningur, en
undir manfolk er ekki karlpeningur, eins og vænta hefði mátt.
Afstaða bókarinnar til þeirra sem hafa kynsamband við einstakling af sama kyni
kemur fram í orðunum kynvillingur og kynvilltur (homofil), og ætlar sú „villa“
seint að rjátlast af (orðabóka-)mönnum að nota svo gildishlaðin orð.
Yfirleitt er ekki ástæða til að kvarta yfir því, að of mikið sé tekið með í orða-
bækur, þvert á móti, en stundum finnst manni orðum jafnvel ofaukið hér. T. d. er
orðið slanglös á sínum stað, eðlilega þýtt sem slöngulaus, en slang slanga er
komið rétt á undan.
Um val á sænsku uppflettiorðunum hef ég annars enga rökstudda skoðun, enda
er erfitt að meta slíkt. Sleppt hefur verið ýmsum fræðiheitum eins og eðlilegt er,
t. d. er þar ekki að finna cybernetik eða spraksociologi sem tilheyra nýrri vís-
indum.
f orðabókinni er a. m. k. talað um mál tveggja „stétta“, erindrekamál (bls.
XXXV) og skrílmál (undir vulgarsprak). Fyrra orðið á líklega að auðkenna e. k.
ræðustíl eða stofnanamál. Síðara orðið er óheppilegt sem þýðing á vulgarsprak,
sem fremur ætti að kalla óheflað mál, gróft mál. (vulgarlatin er þýtt sem
lágstéttalatína. Hvers vegna þá ekki líka skríllatína?!) Á bls. XXIII er talað um
jargong sem slettumálfar, en í orðasafninu sjálfu sem slettumál, eigið mál stéttar
eða [aldursjhóps. Hæpið er að nota slettumál eða slettumálfar í þessu sambandi, því
að það felur yfirleitt í sér erlend orð, en jargong þarf ekki að gera það. Betra
væri að kalla það t. d. hópmál.
Stundum finnst manni eins og sænskan hafi haft áhrif á íslenskuna í orðabók-
inni. Undir infrusen er orðasambandið infrusna fordringar sem er þýtt: kröfur
sem hafa frosið inni . .. Við orðið beroende er eftirfarandi setning: vi köper x
eller y (beroende) pá vad som blir billigast. Hún er þýdd þannig: við kaupum
X eða Y eftir því hvað verður ódýrast. Eðlilegra væri að segja: við kaupum
X eða Y eftir því hvort verður ódýrara.
Sænska eignarfallstáknunin :s hefur komist inn í œxlunarkerfisflokkun L:s (þ. e.
Linnés) (undir sexualsystem). Þá hefur sænska skammstöfunin o (= och) verið
tekin upp í bókinni fyrir íslenskt og, og e (= eller) fyrir eða, og sparar það auð-
vitað rúm.
Stafrófsröð er yfirleitt fylgt dyggilega. Þó má nefna frávik frá því, þar sem
orðið dœmi í skýringa- og skammstafanaskrá stendur á undan dál (= dálítið) og
sexualdrift er á eftir sexualförbrytare í orðasafninu, en á að vera á undan eins
og gefur að skilja.
Einstaka prentvillur hafa fundist, en farið verður fljótt yfir þá sögu, þar sem