Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 161
159
Athugun á kenningum Basil Bernsteins
sambandi er háttað er slegið föstum. Það er vitanlega hægt að karpa
endalaust um það hvort málfar er stéttbundið, eða um það hvernig
sambandi stéttar og málfars sé háttað. Haldgóðar niðurstöður fást þó
ekki nema með skipulegum rannsóknum. Vitum við ekki, þegar að
er gáð, ótrúlega lítið um íslenskt málsamfélag? í>að er alltaf varasamt
að flytja inn erlendar kenningar með því að heimfæra þær upp á ís-
lenskt samfélag, jafnvel þó þær hafi upphaflega verið studdar gildum
rannsóknum. Enn verra er þó að flytja inn kenningar sem ef til vill
voru ekki í upphafi reistar á traustum grunni og slá því síðan föstu
að þær eigi við um íslenskt samfélag. í þessu sambandi er rétt að
leggja áherslu á nauðsyn þess að gerðar verði haldgóðar félagsmál-
fræðilegar rannsóknir á íslensku málsamfélagi. Það leiðir vonandi til
þess að hægt verði að byggja skynsamlega umræðu á sæmilega traust-
um grunni svo menn komist ekki upp með, ef þeir vilja láta taka mark
á sér, að fara með staðlausa stafi byggða á hleypidómum eða órök-
studdum getgátum einum saman.
HEIMILDIR
Bernstein, B. 1960. Language and Social Class. British Journal of Sociology 11:271-276.
— . 1962a. Social Class, Linguistic Code and Grammatical Elements. Language and
Speech 5:221-240.
— . 1962b. Linguistic Codes, Hesitation Phenomena and Intelligence. Language and
Speech 5:31—46.
— . 1966. Elaborated and Restricted Codes: An Outline. Sociological Inquiry 36.
— . 1971. Class, Codes and Control 1. Theoretical studies towards a Sociology of Lan-
guage. B. Bernstein (ritstj.): Primary Socialization, Language and Education 4.
London.
Brandis & D. Henderson. 1970. Social Class, Language and Communication. B. Bern-
stein (ritstj.): Primary Socialization, Language and Educatioh. London.
Coulthard, M. 1969. A Discussion of Restricted and Elaborated Codes. Educational
Review 22:38-50.
Dittmar, N. 1976. Sociolinguistics: A Crilical Survey ofTheory and Application. Edward
Arnold, London.
Gísli Pálsson. 1979. Vont mál og vond málfræði. Skírnir 153:175-201.
— . 1981. Að hugsa um íslensku. Skíma 4, 1:3-10.
Guðmundur Finnbogason. 1933. íslendingar. Nokkur drög að þjóðlýsingu. Bókadeild
Menningarsjóðs, Reykjavík.
Halldór Halldórsson. 1959. Doktorsrit Haralds Matthíassonar. Andmælaræða við
doktorspróf H. M. 30. maí 1959. Skírnir 133:168-188.
Haraldur Matthíasson. 1959. Setningaform ogstíll. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykja-
vík.