Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 178
176
Flugur
ekki til í fleirtölu. Það sem þeir hafa í huga er væntanlega frekar það
að orð eins og keppni séu þeirrar merkingar að óeðlilegt sé að nota þau
í fleirtölu. Við skulum huga svolítið betur að þeirri röksemd.
Ef grannt er að gáð, kemur í ljós að býsna mörg orð virðast hafa þess
konar merkingu að mönnum finnst óeðlilegt að nota þau í fleirtölu.
Þetta á t. d. við orð sem eru heiti á efnum, safnheiti, tákna eitthvað
óhlutkennt o. s. frv. Sem dæmi má nefna þessi:
(1) Kaffi, sykur, hveiti, mjólk,
kopar, silfur, bræði,
kæfa, lýsi, kæti, tólg,
kerskni, ástúð, fræði.
Það virðist eintöluorðum af þessu tagi sameiginlegt að það er merking
þeirra sem ræður þessum einkennum. Þetta sést m. a. á því að stundum
fá slík orð breytta eða sérhæfða merkingu og þá er ekkert lengur því til
fyrirstöðu að nota þau í fleirtölu. Orð eins og sýslumannaæv ir, Jörfa-
gleðir o. fl. eru oft tekin sem dæmi um þetta. Líka mætti nefna orð
eins og gull sem ekki virðist unnt að nota í ft. nema í merkingunni ‘leik-
föng’ og járn sem ekki er notað í ft. sem heiti á efninu en auðnotað í
ft. um leið og það er látið merkja einstaka hluti úr járni (sbr. „að hafa
mörg járn í eldinum“, „hesturinn er á góðum járnum“, o. s. frv.). Enn
má nefna að silfur er ótækt í ft. sem heiti á efninu en er oft notað í ft.
í merkingunni ‘silfurverðlaun’ á íþróttamóti. Og þá erum við aftur
komin að orðinu keppni.
Mér sýnist augljóst að svipað hafi átt sér stað með keppni. Þegar
það fer að merkja einstök kappmót eða slíkt, virðist mönnum eðlilegt
að nota það í ft. og segja „. . . í mörgum keppnum“ rétt eins og sagt er
„. . . á mörgum mótum.“ Ég sé ekki betur en þetta sé fullkomlega
eðlilegt. Það er því villandi og ruglandi að banna mönnum að nota
keppni í ft. á þeirri forsendu að það sé „ekki til“, ef um það er að ræða
að orðið merkir einstaka atburði eða viðureignir. Um leið og orðið fær
þá merkingu, verður fullkomlega eðlilegt að nota það í ft. Menn gætu
hins vegar amast við því að orðið skuli vera látið fá þessa merkingu, á
þeirri forsendu að þar sé verið að víkka merkingarsvið orðsins frá því
sem áður hafi verið tíðkað. Ef athugasemd af því tagi væri skýrð fyrir
mönnum, ætti hún ekki að þurfa að valda misskilningi, hvort sem mönn-
um þykir hún réttmæt eða ekki.