Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 181
Flugur
179
verði fyrir áhrifum frá öðrum beygingarmunstrum. Flestar beygingar-
myndir wön-stofnanna litu eins út og samsvarandi myndir venjulegra
ön-stofna á borð við saga að því leyti að saman fór u í endingu og g í
stofni: slgngu — sggu o. s. frv. í ö/i-stofnunum koma fram áhrif þeirrar
almennari reglu, að „baklægt“ a birtist sem slíkt á undan a í endingu,
t. d. saga, kalla, en sem g á undan u, t. d. sggu, kgllum. Með því að
byggja út hinu stofnlæga v í wöw-stofnunum, sem hvort eð er kom fram
í fæstum beygingarmyndum, fékkst reglulegri beygingarmynd á borð við
nefnifallsmyndina gata, enda féll með v-inu brott forsenda 9-sins.
Reyndar er óvíst hvort þörf var á atbeina a/p-munstursins, veik staða
hins stofnlæga v-s kann að hafa dugað til að *óttva missti sitt v, þ. e. sé
brottfallið þar ekki „hljóðrétt“ eins og Noreen (1923:170-171) telur.
Fyrir ritöld hafa þá *ggtva, *svglva og *óttva aðlagast beygingu ðn-
stofna og orðið gata, svala, ótta. Myndin slgngva (og valslgngva) fór
nokkurn veginn sömu leið, en miklu seinna, og varð slanga (og val-
slanga).3 Ég hef ekki haft tök á að kanna það að gagni, hvernig myndir
þess orðs hafa þróast. Fornmálsorðabækur hafa þó a. m. k. ekki dæmi
um myndina slanga, valslanga,4 en orðabókarhöfundarnir Guðmundur
Andrésson (d. 1654) og Guðmundur Ólafsson (d. 1695) hafa báðir
orðið slanga í merkingunni ‘funda’, þ. e. gömlu merkingunni. Myndin
slanga er því komin til sögunnar ekki síðar en á 17. öld.5 Hins vegar
skilur það á milli þessa orðs og hinna fyrri (gata, svala) að gamla mynd-
in slgngva hefur einnig lifað, þótt hún hafi eflaust verið sjaldgæfari en
hin, og getið af sér nýtt beygingardæmi: slöngva — slöngvu o. s. frv.
3 Slanga í merkingunni „eiturslanga" virðist ekki verða algengt fyrr en á 18. öld.
Eldra er slangi í þessari merkingu, t. d. hjá Jóni Indíafara og Guðmundi Ólafssyni,
en hvorki sá Guðmundur né nafni hans Andrésson hafa orðið slanga í nýju merk-
ingunni. Jón Ólafsson Grunnvíkingur þekkir bæði slangi og slanga, og telur hið
síðarnefnda eiga við kvendýrið. í Reykjahólabók, Perg. fol. nr. 3, frá f.h. 16. aldar
eru þó (tilvísun seðlasafns AMKO) dæmin slavngr (128vb) og slongvnar (ef. et.,
143va) um skriðkvikindið, og er þá líklegast að nefnifallsmyndin sé slanga. — Ég
þakka Svavari Sigmundssyni fyrir að skrifa upp dæmi fornmálsorðabókar Árna-
nefndar í Kaupmannahöfn (AMKO) um slanga, slongva, valslgngva.
4 Enda þótt Cleasby og Guðbrandur Vigfússon (1874) hafi uppflettiorðið slanga
með tilvísunum í fornrit, er ekki að marka það, því þar er alltaf um að ræða auka-
falls- og fleirtölumyndir.
5 Að öllum líkindum þó þegar á 16. öld eftir óbeinum vitnisburði Reykjahóla-
bókar, sjá 3. nmgr.