Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 131
Athugun á kenningum Basil Bernsteins
129
1966). Tungumálið sem slíkt felur í sér nær óþrjótandi möguleika til
tjáningar. Fjöldi þeirra setninga sem hægt er að mynda á hverju til-
teknu tungumáli er óendanlegur. Það má því segja að tungumálið
tákni hið mögulega, en „málfarið” (eða málbeitingin) þá kosti í orða-
vali og setningaskipan sem valdir eru hverju sinni. Sérhvert tiltekið
tungumál má að dómi Bernsteins skilgreina með því að tiltaka þær
málfræðireglur, sem Iýsa eða afmarka notkun þess. Samkvæmt þessu
mætti skilgreina íslensku með því að vísa til þeirra grundvallarreglna,
sem segja fyrir um það hvernig íslenskt mál er talað og skrifað. Bern-
stein lítur þannig á að þessar reglur myndi eins konar lykil að tungu-
málinu. Sérhvert tungumál hefur sinn ,,tungumálslykil“. Af þessum
grundvallar-lykli tungumálsins má síðan leiða fjölda mállykla (Bern-
stein 1966: 154).
Bernstein gerir ráð fyrir tvenns konar mállyklum, mállykli ítarlegs
málfars (elaborated language code) og mállykli knapps málfars (re-
stricted language code). í kenningum hans er að finna þrjár meginskil-
greiningar á þessum tveimur mállyklum. Framan af, eða á árunum
1962-1966, skilgreindi Bernstein þessa tvo mállykla út frá því hversu
miklar líkur væru á því að hægt væri að segja fyrir um setningaskipan
máls. Séu miklar líkur á því, þá er um að ræða mállykil knapps málfars
að dómi Bernsteins. Séu líkurnar hins vegar litlar, er um að ræða
mállykil ítarlegs málfars. Einstaklingur sem notar ítarlegt málfar þegar
hann talar eða skrifar notar sér betur þann fjölbreytileik í setninga-
skipan og orðavali sem málið býður upp á heldur en einstaklingur
sem notar knappt málfar. Sem dæmi um knappt málfar nefnir Bern-
stein fasta eða venjubundna framsetningu eins og þá sem tíðkast t. d.
við guðsþjónustur og í samræðum í kokteilveislum.1 Önnur leið sem
Bernstein hefur farið til þess að greina að mállyklana tvo er að skil-
greina þá út frá því hvernig boðskapur hins talaða og skrifaða orðs
tengist aðstæðum og öðrum þáttum boðskipta hverju sinni. Hér á
Bernstein einkum við þrennt. í fyrsta lagi þekkingu eða bakgrunn
þeirra sem skiptast á orðum. í öðru Iagi orðlausa (non-verbal) þætti
1 Þessi skilgreining Bernsteins á mállyklunum tveimur hefur verið gagnrýnd fyrir það
að í henni sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aðstæðna hverju sinni og að grundvallarhug-
myndin í skilgreiningunni, þ. e. hugmyndin um að hægt sé að segja fyrir um setninga-
skipan, sé ómælanleg, þ. e. a. s. að ekki sé hægt að gefa henni tölfræðilega merkingu
(Lawton 1968).
íslenskt mál V 9