Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 58
56 Kristján Árnason
fræðilegum samböndum. Orð eins og almanak getur fengið misþunga
setningaráherslu eftir þeim samböndum sem það gengur í, en orðáhersl-
an tryggir að styrkleikahlutföllin milli atkvæðanna haldist óbreytt. Það
er því grundvallarmunur á orðáherslu og setningaráherslu: orðáhersla
tekur til skipulags, er eins konar beinagrind, en „holdið og blóðið“
kemur með setningaráherslunni, sem segja má að sé hin raunverulega
áhersla í þeim skilningi að það er hún sem ber merkinguna og hefur
merkingarlegt hlutverk í tali. Um setningaráherslu hef ég lítillega rætt
annars staðar (Kristján Árnason 1980b).
2. Hrynjandi orða
í geysifróðlegum kafla í bók sinni, Nokkrar sögulegar athuganir,
fjallar Jóhannes L. L. Jóhannsson (1924) um hrynjandi orða í nútíma-
íslensku, þ. e. það sem ég hef hér kallað orðáherslu. Hann bendir á þá
tilhneigingu, sem virðist ríkja, að íslensk orð fái víxlhrynjandi og segir
að í þrí- og ferkvæðum orðum komi aukaáhersla á þriðja atkvæðið:
'hamingjia, 'ógnanjr, 'hamarjnn, 'kennar,anum, 'hallardnnar (1924:
59).3 í samsettum orðum þar sem fyrri liðurinn er einkvæður telur Jó-
hannes (1924:59) að sama lögmál gildi: 'ungbarndð, 'samfögn,uður. í
þrísamsettum orðum þar sem tveir fyrri liðirnir eru einkvæðir: þing-
hússhurð, manndrápsbylur, og tvísamsettum orðum þar sem fyrri lið-
urinn er tvíkvæður: forðabúr, telur Jóhannes (1924:60) að þriðja at-
kvæði beri fulla áherslu: 'þinghúss,hurð, 'forða,búr o. s. frv. Ég er
raunar ekki viss um að rétt sé að telja að ekki sé neinn styrkleikamunur
á fyrsta og þriðja atkvæði í orðum af þessu tagi. E. t. v. er nær lagi að
segja að þessi orð hafi sama mynstur og önnur þríkvæð og ferkvæð orð:
'forða,búr, 'þinghúss,hurð, 'manndráps,bylur.
í öllum þessum dæmum skiptast sem sé á sterkt og veikt atkvæði,
þannig að hrynjandi orðanna verður eins og ef skipt væri í rétta tvíliði.
3 Raunar telur Jóhannes að aukaáherslan sé sterkari í ferkvæðum en þríkvæð-
um orðum. Ég geri hér ekki þennan greinarmun, þótt hugsanlega sé aukaáherslan
mis-sterk. Hér og í fleiri smáatriðum vík ég ögn frá skoðunum Jóhannesar. Þess
má t. a. m. geta að Jóhannes segir (1924:59) að engin aukaáhersla komi á orð sem
verða þríkvæð við það að greininum er bætt við einkvæðan eða tvíkvæðan stofn:
helluna, borgina, landinu. Ég fæ ekki séð að neinn munur sé á áherslumynstri þess-
ara orða og t. a. m. orðmynda eins og höfðingja. Þ. e. ég tel að síðasta atkvæðið
fái hér aukaáherslu samkvxmt venjulegum reglum.