Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 169
Orð af orði 167
orðið um forvitinn og ágengan strák eða hvolp, hvatvísan mann og
trjónulaga ílát.
tísill
Tísill k. ‘smáaskur, lítið ílát’. Ekki eru nein gömul dæmi um orðið
tísill í þessari merkingu, en það er kunnugt úr mæltu máli í V-Skafta-
fellssýslu. Orðið er haft í mörgum fleiri merkingum, m. a. um band-
hnykil, pokaskaufa, smávaxinn mann, lítinn krakka, hrútkægil og smá-
vaxinn sauð; en dæmin um þessi merkingartilbrigði eru heldur ekki
gömul — og flest úr mæltu máli. Orðið á sér ýmsa ættingja í ísl., sbr.
t. d. tísa kv. ‘lítil gimbur’, tísaldi k. ‘kægill, e-ð mjótt og lítið’, tísari k.
‘smáhnykill’ og tíslingur k. ‘smákóð’. Skyld orð í grannmálum eru t. d.
nno. tisl h. ‘smákjarr’, tissel h. ‘smælki, trys’ og tisla so. ‘reyta í sundur’,
sbr. sæ. máll. tesa, teisa ‘reyta’ og fe. tæsan (sama merking). Upphafleg
merking þessarar orðsiftar sýnist vera að reyta, og þaðan kvíslast svo
tákngildi eins og trys, ögn, tutla o. fl. Askmerkingin í orðinu tísill er
vísast ung, og hún sýnist vera staðbundin sem fyrr getur — og orðið
notað um lítinn ask.
tcefill
Kk.-orðið tæfill er líka haft um lítinn ask og sýnist vera staðbundið
líkt og tísill, tengt V-Skaftafellssýslu. Dæmi höfum við um orðið frá því
um 1700. En tœfill er líka haft í annarri merkingu, þ. e. a. s. um skott
eða rófu (tófuskott samkvæmt Birni Halldórssyni 1814), og eru dæmi
um það tákngildi orðsins frá 18. öld og síðar, sbr. orðtakið að taka (eða
ná) í tœfilinn á e-m ‘ná í e-n, taka í lurginn á e-m’; sbr. einnig orðasam-
bandið að láta tœfilinn ganga ‘halda áfram, láta móðan mása’. Orðið
tœfill er líka haft um lambkægil og auk þess notað sem lastyrði um fólk:
bölvaður tœfillinn. Flest bendir til þess að eiginleg merking orðsins sé
skott og að það eigi skylt við orðið tófa = refur. Ýmsir hafa reyndar
talið að ísl. orðið tófa svaraði til fhþ. zöha ‘tík’ og /-ið í ísl. orðinu (sem
kemur ekki fyrir í físl.) ætti ekki rétt á sér. Margt mælir þó gegn þessu,
sem ekki gefst tóm til að rekja að sinni. En hér verður það haft fyrir
satt að /-ið í tófa sé upphaflegt og orðið skylt tœfill. Mér er þó til efs,
að tœfill hafi beinlínis merkt tófuskott, en þykir líklegra að upphafleg
merking beggja orðanna (tófu og tœfils) sé skott eða rófa, og sé tœfill