Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 192

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Side 192
190 Ritdómar Þannig eru sérstök beygingardæmi bæði fyrir ríkur og svalur, þótt eini munurinn sé að «-hljóðvarp er í seinna orðinu. Því er hægt að lýsa með fáum og einföldum reglum, sem gilda ekki bara fyrir lýsingarorð, heldur líka nafnorð og sagnir, og hefði átt að duga að geta þess í eitt skipti (sem reyndar er gert í hljóðfræðikaflan- um, bls. 44, en þar er ekki dregið saman hvernig það verkar í nútímamáli), og vísa síðan í það, í stað þess að setja upp sérstök beygingardæmi í hvert skipti. Sérstök beygingardæmi eru líka sett upp fyrir háll, hreinn og gamall, þótt þær reglur sem þar eru að verki hafi þegar komið fram í nafnorðabeygingunni; einnig fyrir fagur, sem sama gildir um. Auðvitað má segja að ekkert geri til að hafa mörg beygingardæmi; en það versta er, að hvergi lcemur greinilega fram að í meginatriðum eru aðeins tveir flokkar lýsingarorða; annars vegar þau sem enda á -inn og -ill, og hins vegar öll önnur. Það er villandi uppsetning að troða beygingardæmum fyrir lítill, heiðinn og talinn inn á milli gamall og fagur. I stigbreytingu lo. er oft stillt upp tveim myndum hlið við hlið, án athugasemda; siundum er þó önnur myndin nær einhöfð, en hin úrelt eða hefur aldrei verið notuð. Þannig held ég að yfirleitt sé sagt dýrari, dýrastur en ekki dýrri, dýrstur; frœgari, frœgastur en ekki frœgri, frœgstur; gleggri, gleggstur en ekki glögg(v)ari, glögg(v)astur (bls. 92); þráastur, ekki þrástur; trúastur, ekki trústur; kœrastur, en ekki kœrstur; skœrastur, ekki skœrstur; magurri eða magrari, en ekki megri; feg- urri, en síður fegri (bls. 93); aftari, en alls ekki eftri (bls. 95). Fyrst bent er á hinar úreltu myndir blám, blán (bls. 86) mætti taka með myndir eins og hállri fyrir hálli. Þá er hk. ytt af yddur varla til (bls. 85), heldur notað yddað. Glær hefur varla myndina glcejan í þf. í nútímamáli (bls. 90). Þá er ekki1 rétt sem segir um tökuorðin flott (bls. 87) og smart (bls. 92) að þau séu endingar- laus í kk. et. nf.; myndirnar flottur og smartur heyrast oft, og eins getur smart orðið smört í kvk. et. og í ft. Um atviksorðin er fátt að segja. Þó kom mér undarlega fyrir sjónir að höf. telur að ao. eins og vandlega séu mynduð með viðskeytinu -a, af því að til sé lo. vand- legur (sbr. illa af illur); hins vegar sé ao. ágcetlega myndað með viðskeytinu -lega, af því að til þess svarar lo. ágœtur (ekki *ágœtlégur). Fyrst gera þarf ráð fyrir sérstöku -/ega-viðskeyti í ao. á annað borð, sé ég ekki ástæðu til að gera þennan mun. Miðstigin austar og eystra (sem og aðrar áttir) setur höf. hlið við hlið (bls. 99) og þýðir bæði „weiter nach (im) Osten“. Hér er þó alls ekki um sama hlutinn að ræða; Jón er sunnar þýðir ekki sama og Jón er syðra. í beygingu töluorða er það helst að nefna, að orðið báðir er talið þar með. Ég held að það eigi ekki rétt á sér; setningafræðilega hagar þetta orð sér ekki eins og töluorð, heldur eins og óákveðin fornöfn s. s. allir. Þá eru athugasemdalaust innan um algeng tölunafnorð eins og tugur, tylft, helmingur, þriðjungur (bls. 102), tilfærð önnur sem eru aldrei notuð; fimmt, átt, tvenning. Nöfnin á spilunum fimm, sex og sjö (bls. 103) eru líka til í kvk.; fimma, sexa, sjöa. Einn getur ekki haft þf. einan ef það er notað sem to. (bls. 100); og 2/2 er ekki lesið tveir hálfir (102).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.