Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 45
Athugun á framburði nokkurra örœfinga
43
Ekki telja þær nefndir um framburðarmál, sem skipaðar voru um og
eftir 1950, afbrigðið [xv] til þeirra kosta er til greina gætu komið við
samræmingu framburðar (sjá Halldór Halldórsson 1955:80-94). Fyrir
utan ofangreind ummæli Óskars Ó. Halldórssonar verður ekki séð, að
fræðimenn geri mikið úr útbreiðslu þessa afbrigðis.12
Þegar ég tók að hlusta á upptökur okkar Þuríðar og gera skrár yfir
framburðinn, komst ég fljótt að raun um, að /zv-textarnir voru fjarri því
að vera auðgreindir. Eins og áður var minnst á, taldi Björn Guðfinnsson
að aðaltegundir /zv-framburðar væru aðeins tvær, kringdi og ókringdi
framburðurinn. Mér var því efst í hug að leita þessara afbrigða, þegar
ég settist framan við tækið. Nú hygg ég að mér hefði gengið betur, ef
ég hefði gert ráð fyrir [xv]-framburðinum sem meginafbrigði þegar í
upphafi. Svo haldin voru eyru mín, að ég hafði skráð drjúgan hluta
efnisins, áður en mér var fyllilega Ijóst hvernig málum er háttað. Að
vísu hef ég mér það til afbötunar, að ég setti í fyrstu markið ekki hærra
en það, að greina á milli hv- og kv-framburðar.
Eftir að hafa hlustað að nýju á framburð allmargra hljóðhafa, hef ég
komist að þeirri niðurstöðu, að tannvaramælta afbrigðið sé miklu út-
breiddara en menn almennt hafa haldið. Það er jafnvel ríkjandi fram-
burður í máli sumra blendingshljóðhafa, einkum í Suðursveit og Nesj-
um. Hér þyrftu þó meiri rannsóknir að koma til.
Nú vakna ýmsar spurningar: Var framburður Skaftfellinga á fimmta
tug aldarinnar svo ólíkur framburði þeirra nú, að Birni Guðfinnssyni
þætti ekki ómaksins vert að geta um tannvaramælta afbrigðið? Hafa
söguleg sjónarmið villt um fyrir mönnum? Er umrætt afbrigði áfangi í
þróuninni til kv-framburðar?13
Það er ekki á mínu færi að svara þessum spurningum. Líkt og þeim
Stefáni Einarssyni og Birni Guðfinnssyni var mér efst í hug að kanna
útbreiðslu /zv- og kv-framburðar, önnur atriði sem hér skipta máli voru
fremur látin sitja á hakanum. Hér vil ég þó bæta nokkru við.
Mér virðist tannvaramælta afbrigðið ekki áberandi í framburði þeirra
12 f ritgerS sinni, Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi, sem birtist í AfmœliskveÖju
til Halldórs HaUdórssonar, gerir Höskuldur Þráinsson (1981) hins vegar hiklaust
ráð fyrir afbrigðinu [xv] án þess að ræða frekar um útbreiðslu þess eða aldur.
13 Bruno Kress hefur í riti sínu Die Laute ... (1937:159-60,nmgr.) safnað
saman umsögnum fræðimanna um afbrigði hv- og Arv-framburðar og gert athuga-
semdir við þær. Kemp Malone (1923:110) telur v-ið í /iv-sambandinu tvívaramælt,
en virðist líta á það sem sjálfstætt málhljóð.