Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 165
Orð af orði
163
eyrð skál’. Annars merkir kani í ísl. ekki eingöngu ask, heldur einnig
trýni eða snoppu, höfuð og háls, sbr. orðasambandið að teygja fram
kanann, og um hálslangan mann er sagt að hann hafi langan kana. Þá
má og nefna orðatiltækið sama er hvort upp snýr á þér kjafturinn eða
kaninn, þar sem kani virðist merkja afturenda eða rófu. Þá er og orðið
kani haft um hnýfil á bát, sbr. einnig kanabragð og tvímyndina kanni k.
‘bátshnýfill’, sem eflaust er ættuð úr tilteknum aukaföllum orðsins kani
í ft., sbr. gumi: gumnar, goti: gotnar o. fl. Þá bregður fyrir í orðinu
merkingunni ‘sleði’, og er hún líklega komin úr dönsku. Björn Halldórs-
son (1814) og Jón Ólafsson Grunnvíkingur nefna það og að kani hafi
fyrr meir verið haft um bát, en ekki hefur mér tekist að finna dæmi þess.
ísl. orðið kani (kana) er eflaust í ætt við fær. kana kv. ‘bátshnýfill’, nno.
kane k. ‘ausa með sveiglaga skafti’, nsæ. kana kv. ‘lappasleði’, sæ. máll.
kana kv. ‘hefilspónn’ og kanor kv. ft. ‘spírur á möltnuðu fræi’, fsæ. kane
‘bátur’, nd. kane ‘sleði’, fd. kane ‘bátur’. Bátsmerkingin í sæ. og d.
orðinu gæti verið komin úr þ., sbr. nhþ. Kahn, mlþ. og fsax. kane
‘bátur’. Svo sem frarn kemur er merking þessa orðstofns all-fjölgreind,
en virðist þó eiga sér sameiginlegt undirstöðu-tákngildi. Ýmsir (svo sem
Kluge (Mitzka) 1967) telja að upphafleg merking orðsins kani sé fat
eða ílát, en slíkt er lítt sennilegt, því að bæði er það tákngildi helst til
almennt og sértekið, auk þess sem ýmis merkingar-tilbrigði orðsins
mæla gegn því. Má þar t. d. nefna ísl. merkingarnar ‘trýni’ og ‘báts-
hnýfill’, nno. ‘skaftausa’ sem og (afleiddar) sagnir eins og nno. kana
‘teygja upp hausinn’ og sæ. máll. kana ‘reigja sig, svipast drembilega
um’. Þessi merkingartilbrigði og önnur benda eindregið til þess að nafn-
giftin lúti í öndverðu að lögun viðkomandi hluta, að stafnháum bát,
sleða með uppsveigðum meiðum, drykkjarkeri með einhverskonar
trjónu. Svo sem fyrr segir, rakst ég ekki á neina aska með vör í Þjóð-
minjasafni — og er þó ekki útilokað að þeir hafi verið til áður fyrr. En
hafi svo ekki verið gætu nafngiftir eins og kani, kóni og nœsill átt við
trjónulaga lok eða framstætt fremra eyra er sjá mátti á sumum öskun-
um. Orðið kani ásamt fyrrnefndum ættingjum í grannmálunum á eflaust
skylt við kóni (sama merking) og kœna og e. t. v. einnig við kanna kv.,
sbr. fhþ. kanna, kanta (sarna merking). í ísl. kemur og fyrir káni k., og
sýnist orðið haft bæði um slæpingja eða þorpara og hund (tæpast úr lat.
canis) og gæti átt skylt við fær. kánus (víxlmynd við gánus) ‘glápari,
gægir, . . .’ og kánhyrndur ‘með aftursveigð en svo til bein horn (um