Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Blaðsíða 182
180
Flugur
Hið gamla beygingardæmi hefur því klofnað í tvennt. Um myndina
slöngva hefur Orðabók Háskólans heimildir allt frá fyrri hluta 17. aldar,
og Guðmundur Ólafsson hefur valslaungva, -slaungvu.
2.
Þá er komið að orðinu vglva. Stofnlægt v fór að geta tollað á undan
u í endingu ekki síðar en á 14. öld. Þannig nefnir t. d. Björn K. Þórólfs-
son (1925:26) myndina völvu, sem heimtuð er af bragreglum í Völs-
ungsrímum, en þær eru taldar frá síðari hluta 14. aldar, og í Uppsala-
Eddu, DG:11, frá um 1300 kemur fyrir volvur. Þar sem þetta v hefur
ekki verið fast í sessi fyrst í stað hefur beyging orðsins um tíma verið
vó7va — völ(v)u o. s. frv.
Um myndina valva hefur Orðabók Háskólans heimildir allt frá því á
fyrri hluta 18. aldar, en fram til þess tíma virðist völva ríkjandi. Guð-
mundur Andrésson og Guðmundur Ólafsson hafa t. d. báðir völva í
sínum orðabókum, og sá síðarnefndi aukafallið völvu (í Völvuspá, þ. e.
Völuspá), en hvorugur þeirra hefur myndina valva. Virðist sú mynd
óþekkt á 17. öld.
A 18. öld virðist valva vera algengari en völva, ef ekki ríkjandi. Jón
Ólafsson Grunnvíkingur (1705-1779) nefnir báðar myndirnar í orðabók
sinni, en svo er helst að sjá, að valva hafi verið sú mynd sem honum
var töm, en myndina völva hafi hann úr skinnbókum fornum. Önnur 18.
aldar dæmi Orðabókarinnar um valva eru úr Kvöldvökunum 1794 eftir
Hannes biskup Finnsson (1739-1796) og úr sjálfsævisögu sr. Jóns Stein-
grímssonar eldklerks (1728-1791). Þá hefur sr. Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal í orðabók sinni, sem hann lauk við 1786, bæði valva og
völva, sem hann telur réttara. Þess ber að gæta, að Björn greinir ekki
glöggt á milli gamals og nýs í orðabókinni.
Á 19. öld virðist valva hafa verið ríkjandi mynd í almennu máli.
Orðabók Háskólans hefur allmörg dæmi um þá mynd, sem ég tilgreini
hér ekki öll, en ekkert um völva. Myndina valva nota þeir t. d. báðir,
Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar. í handritum að þjóðsagnasafni
Jóns Árnasonar (1954-1961) eru og mörg dæmi um þá mynd frá ýmsum
skrásetjurum af ýmsum landshornum: frá Magnúsi Grímssyni (II, 86),
Jóni Þórðarsyni á Auðkúlu í Húnavatnssýslu (III, 167), sr. Sigurði
Gunnarssyni. (III, 443), Sigmundi M. Long, Múl. (IV, 124; V, 22), sr.
Jóni Ingjaldssyni (IV, 475, 604) og frá Páli Pálssyni í Árkvörn, Fljóts-